Innlent

Samfélagið andvaralaust fyrir þörfum aldraðra

Svavar Hávarðsson skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
Vegna sífellt vaxandi fjölda þeirra sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda hverfur ávinningur umbótaverkefna innan spítalans fljótlega eftir að þeim er komið á.

„Þessi veruleiki er samfélagslegt verkefni sem þarf að leysa með öðrum hætti en að skera frá Landspítala mikilvæga grunnstarfsemi, eins og tilteknar sérhæfðar aðgerðir. Ráðast verður að rót vandans sem er áralangt andvaraleysi okkar sem samfélags gagnvart vaxandi þörfum þeirra sem nú eru orðnir aldraðir,“ skrifar Páll Matthíasson í forstjórapistli sínum á vef spítalans.

Páll segir að til spítalans leiti nú stórir árgangar fólks úr svo kallaðri „barnasprengju“ eftirstríðsáranna og árganganna þar á undan. Hann vísar til þess að þegar samfélagið tók á móti þessum hópum hafi ráðamönnum verið ljóst að ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu í skólakerfinu „til að sinna þeim þokkalega. Nú eru þessir stóru hópar að koma af fullum þunga inn í heilbrigðis- og félagskerfið og þurfa þjónustu. Sumu af henni getum við á Landspítala sinnt og viljum gjarnan en langstærsti hópurinn þarf þjónustu annars staðar,“ skrifar Páll.

Hann bætir við að enn og aftur sé ástæða til að gera gera það að umtalsefni að vaxandi þungi hefur lengi verið í álagi á bráðamóttökur og bráðalegudeildir og sérstaklega þungt hafi verið síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×