Innlent

Dýrustu páskaeggin í Hagkaup

Jakob Bjarnar skrifar
Í Bónus má finna ódýrustu páskaeggin en í Hagkaup þau dýrustu, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ.
Í Bónus má finna ódýrustu páskaeggin en í Hagkaup þau dýrustu, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. visir/stefán
Allt að 44 prósenta verðmunur er á páskaeggjum. Þetta kemur fram í verðkönnun sem ASÍ efndi til. Þar kemur fram að mesta úrval páskaeggja er í Iceland og í Fjarðarkaupum en lægsta verðið var oftast í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á páskaeggjum í gær. „Hæsta verðið var oftast í Hagkaupum en hlutfallslegur munur á hæsta og lægsta verði var á bilinu 4-44% eða um 20% að meðaltali.“

Í tilkynningu frá ASÍ segir að verðmunur hafi verið afar misjafn eftir tegund páskaeggja en verðmunur lá á bilinu 4 og upp í 44 prósent.

„Minnstur var verðmunurinn á Risapáskaeggi frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 5.298 kr. í Fjarðarkaupum og dýrast 5.499 kr. í Iceland. Mesti verðmunurinn var hins vegar á Freyju Ævintýraeggi með smartís sem var ódýrast i Iceland á 2.499 kr. en dýrast á 3.599 kr. í Hagkaupum, sem gerir hlutfallslegan verðmun 44%. Mikill munur var einnig á Góu Páskaeggi nr. 3 sem var ódýrast á 598 kr. í Bónus og dýrast á 859 kr. í Hagkaupum, sem sömuleiðis er 44% verðmunur.“

Könnunin fór fram 6. apríl og var gerð á sama tím í Bónus Borgarnesi , Krónunni Lindum, Nettó Fiskislóð, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, og Hagkaupum Skeifunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×