Innlent

Grímur tekur tíma­bundið við kyn­ferðis­brota­deildinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Grímur Grímsson er nú bæði yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Grímur Grímsson er nú bæði yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vísir/Anton Brink
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur tekið tímabundið við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.

Árni Þór Sigmundsson, sem verið hefur yfirmaður deildarinnar, mun taka við starfi stöðvarstjóra á lögreglunnistöðinni við Vínlandsleið, einnig tímabundið, þar sem Kristján Ólafur Jónsson, sem gegnt hefur því starfi, mun taka við starfi yfirlögregluþjóns á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Egill Bjarnason, sem starfað hefur sem yfirlögregluþjónn, er að láta af störfum vegna aldurs.

Frá þessum mannabreytingum er greint í tölvupósti sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sendi starfsmönnum í morgun. Í póstinum kemur fram að þessar ráðstafanir séu til og með 30. júní næstkomandi en að tilkynnt verði um frekari tilfæringar eða breytingar þegar ákvarðanir um slíkt liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×