Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2017 09:00 Fram kom í Fjármálastöðugleika að í febrúar hafði fasteignaverð hækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. vísir/anton brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31