Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. Innlent 27.11.2024 11:47
Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Skoðun 27.11.2024 08:22
Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Skoðun 27.11.2024 08:01
Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. Innlent 23. nóvember 2024 15:03
Óstjórn í húsnæðismálum Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans. Skoðun 22. nóvember 2024 16:03
Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Skoðun 22. nóvember 2024 08:01
Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Landssamband eldri borgara heldur í dag kosningafund með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur klukkan 18. Innlent 21. nóvember 2024 15:01
„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Viðskipti innlent 21. nóvember 2024 06:29
Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Skoðun 20. nóvember 2024 18:03
Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ég hef lengi verið að tjá mig um húsnæðismarkaðinn út frá framboðshliðinni. Ég skrifaði meistararitgerð í fjármálahagfræði árið 2016 þar sem ég bar saman framleiðni á byggingamarkaði hér og í Noregi. Þessar tölur byggðu á byggingarárunum 2012 -2014. Skoðun 19. nóvember 2024 14:04
Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Viðskipti innlent 19. nóvember 2024 11:50
KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Fjölmennasti og gremjuþrungnasti íbúafundur síðari tíma var haldinn í Grafarvogi í nýliðinni viku. Þar mátti borgarstjórn Reykjavíkur sitja hnípin undir háværum, þaulskipulögðum reiðilestri íbúa sem hreinlega hafa fengið nóg af algjöru samráðsleysi, tillitsleysi, dáðleysi og yfirgangi borgaryfirvalda. Skoðun 18. nóvember 2024 19:30
Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Íslenskt samfélag hefur upplifað verulegar breytingar á húsnæðismarkaði, sérstaklega í kringum aldamótin 2000. Á þessum tíma dró ríkið sig að miklu leyti úr beinni aðkomu að uppbyggingu og rekstri félagslegs húsnæðis, sem hafði víðtæk áhrif á húsnæðisöryggi og félagsleg réttindi landsmanna. Skoðun 16. nóvember 2024 12:30
27-faldur hagnaður!? Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Skoðun 14. nóvember 2024 07:04
7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Skoðun 13. nóvember 2024 07:47
Nýtt húsnæðislánakerfi Við í Flokki fólksins köllum eftir breytingum í húsnæðismálum. Við viljum koma á fót nýju húsnæðislánakerfi. Skoðun 13. nóvember 2024 07:00
6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Skoðun 12. nóvember 2024 15:02
Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Eldvarnareftirlit og byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar gerðu athugasemdir við nýtt húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík í dag og í kjölfarið var skólanum lokað. Innlent 8. nóvember 2024 21:14
Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Kærunefnd húsamála hafnaði í dag kröfu konu um að leigusali skyldi endurgreiða henni leigu sem nemur 800 þúsund krónum sem hún greiddi fyrir leigu frá 1. desember í fyrra þar til 1. mars á þessu ári. Nefndin samþykkti á sama tíma kröfu leigusalans um að konan greiði honum mánaðarleigu sem hún skuldi auk 65 þúsund króna sem vantaði upp á einn mánuðinn. Innlent 6. nóvember 2024 23:19
„Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Formenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins segjast vel geta hugsað sér að vinna saman að því að gera úrbætur á húsnæðismarkaði í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta er meðal þess sem kom fram í líflegum rökræðum um húsnæðismál í kosningapallborðinu á Vísi í dag. Þar sakaði Kristrún Frostadóttir hins vegar formann Framsóknarflokksins um aðgerðarleysi á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson sagði Samfylkinguna í megin dráttum hafa tekið upp stefnu Framsóknar í húsnæðismálum. Innlent 6. nóvember 2024 22:01
Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. Innlent 5. nóvember 2024 19:32
Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn? Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Skoðun 3. nóvember 2024 22:01
Gott umhverfi er gott fyrir okkur Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Skoðun 3. nóvember 2024 09:30
Þau hýrast enn á Sævarhöfða Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Skoðun 3. nóvember 2024 08:02