Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í haust, dvelja nú einir á gistiheimili í Reykjavík. Hæstaréttarlögmaður segir drengina búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir barnaverndaryfirvöld sem hafa haft lítil afskipti af þeim. Greint verður nánar frá þessu í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verður einnig fjallað um mál tveggja rúmenskra karlmanna sem talið er að hafi verið fengnir hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi eða nauðungarvinnu. Loks hittum við konuna sem stýrir einu stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Ólafsvíkur. Hún kallar sig kvótagreifynju og segist stolt af því.

Fréttir Stöðvar tvö eru, eins og alltaf, í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×