Erlent

Repúblikanar beittu „Kjarnorkuúrræðinu“

Samúel Karl Ólason skrifar
Neil Gorsuch.
Neil Gorsuch. Vísir/AFP
Pattstaða kom upp í öldungadeild þings Bandaríkjanna eftir að repúblikönum mistókst að tryggja Neil Gorsuch, hæstaréttardómaraefni Donald Trump, þau atkvæði sem hann þarf til að verða settur í embættið í dag. Repúblikanar sem eru í meirihluta á þinginu með 52 af hundrða þingmönnum, gripu strax til þess ráðs að beita að beita úrræði sem er gjarnan kallað „kjarnorkuúrræðið“.

Þannig breyttu þeir reglunum á þann veg að einungis 51 atkvæði þarf til að staðfesta Gorsuch í embætti, en ekki 60. Fyrri atkvæðagreiðslan fór 55-45 þar sem einungis þrír þingmenn Demókrataflokksins kusu að staðfesta Gorsuch í dómarasætið.

Til að beita kjarnorkuúrræðinu og breyta reglununum þarf einungis einfaldan meirihluta. Úrræðinu hefur verið kallað kjarnorkuúrræðið, þar sem það er talið brjóta gegn langvarandi hefðum þingsins.

Atkvæði í seinni kosningunni fylgdu flokkslínum. 52 þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu að breyta reglunum. Repúblikanar munu því geta staðfest Gorsuch sem hæstaréttardómara á morgun.


Tengdar fréttir

Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið

Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá.

Gorsuch segir Trump ekki hafinn yfir lög

Aðspurður hvort Trump gæti verið sóttur til saka ef hann kæmi aftur á ólöglegum yfirheyrsluaðferðum ítrekaði Gorsuch þessa skoðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×