Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 65-52 | Keflavík einum sigri frá úrslitunum Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 6. apríl 2017 22:00 Ariana Moorer átti afar góðan leik. Vísir/Andri Marinó Keflavík tók forystuna í einvíginu við Skallagrím í undanúrslitum Domino's deildar kvenna með öruggum sigri, 65-52, á heimavelli í kvöld. Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leik liðanna á mánudaginn. Leikurinn fór rólega af stað. Eftir fjórar mínútur var staðan 0-6 fyrir Skallagrím en þá setti Erna Hákonardóttir niður tvær þriggja stiga körfur sem kveikti aðeins í Keflavíkurstúlkum. Fyrir leikinn töluðu þjálfarar beggja liða um að fráköstin skiptu mestu máli í þessum leik. Skallagrímur tók 11 sóknarfráköst í leikhlutanum og voru Keflavíkur stúlkur vægast sagt heppnar að vera með jafnan leik fyrir annan leikhluta 13-13. Keflavíkurstúlkur komu mun ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og komust í 23-15 eftir þriggja mínútna leik. Þá tók Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, leikhlé og snérist leikurinn algjörlega við. Skallagrímur herti vörnina og skoruðu Keflavík aðeins þrjú stig næstu sjö mínúturnar. Skallagrímur tók fimm sóknarfráköst en voru þær ekki að nýta sér þau með því að skora sem kom sér vel fyrir heimakonur. Keflavík leiddi því leikinn með tvem stigum í hálfleik á meðan Skallagrímur nagaði sig í handabökin fyrir að hafa ekki nýtt færin sín betur. Staðan í hálfleik var 26-24. Mikil spenna var í þriðja leikhluta. Bæði lið voru að takast vel á. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum kom upp skrítið atvik þar sem tæknivilla var dæmd á Ariana Moorer og óíþróttamannesleg villa á Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Allt gekk með Keflavík eftir það og setti Erna niður stóra þrista og vörnin fór að smella. Keflavík leiddi með 10 stigum 44-34. Í fjórða leikhluta fengu Skallagrímur dæmdar á sig margar villur sem leiddu til þess að þrír bestu leikmenn liðsins þær Sigrún Sjöfn, Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir þurftu að fá sér sæti á bekknum. Það nýtti Keflavík sér og náðu góðu forskoti fyrir lokamínúturnar sem Sverrir notaði til að hvíla sína bestu leikmenn. Keflavík fór með sigur af hólmi 65-52 og leiðir þar með einvígið 2-1.Afhverju vann Keflavík? Það sem skildi liðin að í kvöld var að Skallagrímur var ekki að nýta skotin sín. Keflavík var ekki að stíga nægilega vel út og gestirnir úr Borganesi klúðruðu þessu sjálfar. Keflavík var alltaf með yfirhöndina í leiknum og það sem skilaði sigri fyrir Keflavík var síðasta áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta sem Skallagrímur náði ekki að vinna upp.Bestu menn vallarins: Ariana Moorer var allt í öllu hjá Keflavík og stýrði liðinu eins og herforingi. Ariana skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Thelma Dís átti einnig flottan leik með 15 stig og 11 fráköst. Tavelyn Tillman dró vagninn hjá gestunum með 25 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Fyrir leikinn töluðu báðir þjálfara um að fráköstin myndu skipta mestu í leiknum. Skallagrímur tók 53 fráköst, þar af 32 sóknar fráköst en töpuðu samt leiknum.Hvað gekk illa? Gestirnir frá Skallagrím voru ekki að nýta færin sín nægilega vel. Eins og kom fram hér að ofan ná þær 32 sóknarfráköstum og eru ekki að nýta sér það nægilega vel. Stigaskorið í leiknum var ekki hátt og var nýting liðana ekki góð. Skallagrímur er með 23% nýtingu í skotum og Keflavík var með 37%. Keflavík var ekki að stíga nægilega vel út. Að fá á sig 32 sóknarfráköst er alltof mikið og ótrulega að lið tapi leik með svo mörg sóknarfráköst.Keflavík-Skallagrímur 65-52 (13-13, 13-11, 18-10, 21-18)Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/7 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 15/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 12, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/11 fráköst/5 stoðsendingar, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 25/6 fráköst/6 stolnir, Fanney Lind Thomas 9/12 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/11 fráköst/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Sverrir Þór: Enginn glansleikur hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægðu með fyrri hálfleik hjá sínum stelpum. En allt annað var að sjá þær í seinni hálfleik þar sem þær náðu að keyra upp hraðann og náðu forskoti. „Þetta var mikil baráttuleikur, lágt stigaskor. Mér fannst við frákasta illa og vorum ekki að gera nógu vel. Mér fannst við gera hlutina betur í seinni hálfleik, náðum að keyra upp hraðann og sýna meira sjálfstraust í sókninni. Náðum upp forskoti sem við héldum síðan. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir eftir leik. Í báðum leikjum liðsins í Keflavík hefur Skallagrímur tekið mikið af sóknarfráköstum sem Sverrir er afar ósáttur með. „Þetta var langt því frá að vera einhver glansleikur hjá okkur, það voru hlutir sem við gerðum ekki vel en Skallagrímur voru ekki að fá mikið af stigum eftir sóknarfráköstin sín. Þetta er búið að gerast í báðum leikjunum, við þurfum að stíga þær betur út, þær eru með stórt lið,“ sagði Sverrir. Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, kvartaði mikið undan dómurum leiksins en Sverrir var ekki að láta það hafa áhrif á sig. „Þær spiluðu fast og þar af leiðandi er flautað svolítið. Þær voru að brjóta mikið á Kananum okkar en ég pæli ekki í því. Við unnum leikinn og spiluðum að krafti í seinni hálfleik og það er það sem stendur uppúr hjá mér,“ sagði Sverrir og bætti því við að einvígið sé ekki búið. „Það verður bara sama harkan. Þetta eru gríðarlegir baráttuleikir. Við vorum bara að komast í 2-1, þetta er langt frá því að verða búið. Við þurfum að vinna aftur til þess að loka þessu.“Manuel: Dómararnir hjálpuðu Keflavík Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, var allt annað en sáttur eftir tapið fyrir Keflavík í kvöld. Hann hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga. „Liðið mitt spilaði ekki vel en mín tilfining núna eftir leikinn er að dómararnir báru enga virðingu fyrir Skallagrími,“ sagði Manuel eftir leik. „Á 35 mínútum fékk Keflavík 7 villur og endaði leikinn með 11 villur og Skallagrímur með 25 villur. Munurinn á milli vítaskota er ótrúlegur. Í þessari stöðu eru bæði liðin jafn góð en dómararnir í dag voru í betri stöðu til að hjálpa Keflavík. Keflavík er gott lið og þarf ekki á þessari hjálp að halda. Skallagrímur þarf virðingu,“ bætti Spánverjinn við. Manuel fannst ekkert athugunarvert að liðið hans skoraði 52 stig og hrósaði Keflavík fyrir góða vörn. En hann lét dómarana heyra það aftur. „Sókninn hjá okkur var ekki góð vegna þess að Keflavík spilaði mjög ákveðna vörn en við fáum aldrei villu,“ sagði Manuel. „Við tökum 32 sóknarfráköst eins og varnarfráköst Keflavíkur. Keflavík fór aldrei í bónus. Dómararnir báru ekki virðingu fyrir mínu liði, leikmönnunum, styrktaraðilum og Borganesi.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Keflavík tók forystuna í einvíginu við Skallagrím í undanúrslitum Domino's deildar kvenna með öruggum sigri, 65-52, á heimavelli í kvöld. Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leik liðanna á mánudaginn. Leikurinn fór rólega af stað. Eftir fjórar mínútur var staðan 0-6 fyrir Skallagrím en þá setti Erna Hákonardóttir niður tvær þriggja stiga körfur sem kveikti aðeins í Keflavíkurstúlkum. Fyrir leikinn töluðu þjálfarar beggja liða um að fráköstin skiptu mestu máli í þessum leik. Skallagrímur tók 11 sóknarfráköst í leikhlutanum og voru Keflavíkur stúlkur vægast sagt heppnar að vera með jafnan leik fyrir annan leikhluta 13-13. Keflavíkurstúlkur komu mun ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og komust í 23-15 eftir þriggja mínútna leik. Þá tók Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, leikhlé og snérist leikurinn algjörlega við. Skallagrímur herti vörnina og skoruðu Keflavík aðeins þrjú stig næstu sjö mínúturnar. Skallagrímur tók fimm sóknarfráköst en voru þær ekki að nýta sér þau með því að skora sem kom sér vel fyrir heimakonur. Keflavík leiddi því leikinn með tvem stigum í hálfleik á meðan Skallagrímur nagaði sig í handabökin fyrir að hafa ekki nýtt færin sín betur. Staðan í hálfleik var 26-24. Mikil spenna var í þriðja leikhluta. Bæði lið voru að takast vel á. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum kom upp skrítið atvik þar sem tæknivilla var dæmd á Ariana Moorer og óíþróttamannesleg villa á Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Allt gekk með Keflavík eftir það og setti Erna niður stóra þrista og vörnin fór að smella. Keflavík leiddi með 10 stigum 44-34. Í fjórða leikhluta fengu Skallagrímur dæmdar á sig margar villur sem leiddu til þess að þrír bestu leikmenn liðsins þær Sigrún Sjöfn, Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir þurftu að fá sér sæti á bekknum. Það nýtti Keflavík sér og náðu góðu forskoti fyrir lokamínúturnar sem Sverrir notaði til að hvíla sína bestu leikmenn. Keflavík fór með sigur af hólmi 65-52 og leiðir þar með einvígið 2-1.Afhverju vann Keflavík? Það sem skildi liðin að í kvöld var að Skallagrímur var ekki að nýta skotin sín. Keflavík var ekki að stíga nægilega vel út og gestirnir úr Borganesi klúðruðu þessu sjálfar. Keflavík var alltaf með yfirhöndina í leiknum og það sem skilaði sigri fyrir Keflavík var síðasta áhlaupi í byrjun fjórða leikhluta sem Skallagrímur náði ekki að vinna upp.Bestu menn vallarins: Ariana Moorer var allt í öllu hjá Keflavík og stýrði liðinu eins og herforingi. Ariana skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Thelma Dís átti einnig flottan leik með 15 stig og 11 fráköst. Tavelyn Tillman dró vagninn hjá gestunum með 25 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Fyrir leikinn töluðu báðir þjálfara um að fráköstin myndu skipta mestu í leiknum. Skallagrímur tók 53 fráköst, þar af 32 sóknar fráköst en töpuðu samt leiknum.Hvað gekk illa? Gestirnir frá Skallagrím voru ekki að nýta færin sín nægilega vel. Eins og kom fram hér að ofan ná þær 32 sóknarfráköstum og eru ekki að nýta sér það nægilega vel. Stigaskorið í leiknum var ekki hátt og var nýting liðana ekki góð. Skallagrímur er með 23% nýtingu í skotum og Keflavík var með 37%. Keflavík var ekki að stíga nægilega vel út. Að fá á sig 32 sóknarfráköst er alltof mikið og ótrulega að lið tapi leik með svo mörg sóknarfráköst.Keflavík-Skallagrímur 65-52 (13-13, 13-11, 18-10, 21-18)Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/7 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 15/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 12, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/11 fráköst/5 stoðsendingar, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 25/6 fráköst/6 stolnir, Fanney Lind Thomas 9/12 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/11 fráköst/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 4/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Sverrir Þór: Enginn glansleikur hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægðu með fyrri hálfleik hjá sínum stelpum. En allt annað var að sjá þær í seinni hálfleik þar sem þær náðu að keyra upp hraðann og náðu forskoti. „Þetta var mikil baráttuleikur, lágt stigaskor. Mér fannst við frákasta illa og vorum ekki að gera nógu vel. Mér fannst við gera hlutina betur í seinni hálfleik, náðum að keyra upp hraðann og sýna meira sjálfstraust í sókninni. Náðum upp forskoti sem við héldum síðan. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir eftir leik. Í báðum leikjum liðsins í Keflavík hefur Skallagrímur tekið mikið af sóknarfráköstum sem Sverrir er afar ósáttur með. „Þetta var langt því frá að vera einhver glansleikur hjá okkur, það voru hlutir sem við gerðum ekki vel en Skallagrímur voru ekki að fá mikið af stigum eftir sóknarfráköstin sín. Þetta er búið að gerast í báðum leikjunum, við þurfum að stíga þær betur út, þær eru með stórt lið,“ sagði Sverrir. Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, kvartaði mikið undan dómurum leiksins en Sverrir var ekki að láta það hafa áhrif á sig. „Þær spiluðu fast og þar af leiðandi er flautað svolítið. Þær voru að brjóta mikið á Kananum okkar en ég pæli ekki í því. Við unnum leikinn og spiluðum að krafti í seinni hálfleik og það er það sem stendur uppúr hjá mér,“ sagði Sverrir og bætti því við að einvígið sé ekki búið. „Það verður bara sama harkan. Þetta eru gríðarlegir baráttuleikir. Við vorum bara að komast í 2-1, þetta er langt frá því að verða búið. Við þurfum að vinna aftur til þess að loka þessu.“Manuel: Dómararnir hjálpuðu Keflavík Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, var allt annað en sáttur eftir tapið fyrir Keflavík í kvöld. Hann hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga. „Liðið mitt spilaði ekki vel en mín tilfining núna eftir leikinn er að dómararnir báru enga virðingu fyrir Skallagrími,“ sagði Manuel eftir leik. „Á 35 mínútum fékk Keflavík 7 villur og endaði leikinn með 11 villur og Skallagrímur með 25 villur. Munurinn á milli vítaskota er ótrúlegur. Í þessari stöðu eru bæði liðin jafn góð en dómararnir í dag voru í betri stöðu til að hjálpa Keflavík. Keflavík er gott lið og þarf ekki á þessari hjálp að halda. Skallagrímur þarf virðingu,“ bætti Spánverjinn við. Manuel fannst ekkert athugunarvert að liðið hans skoraði 52 stig og hrósaði Keflavík fyrir góða vörn. En hann lét dómarana heyra það aftur. „Sókninn hjá okkur var ekki góð vegna þess að Keflavík spilaði mjög ákveðna vörn en við fáum aldrei villu,“ sagði Manuel. „Við tökum 32 sóknarfráköst eins og varnarfráköst Keflavíkur. Keflavík fór aldrei í bónus. Dómararnir báru ekki virðingu fyrir mínu liði, leikmönnunum, styrktaraðilum og Borganesi.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira