Fjármagnar sumarnám við Columbia með borðspili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2017 15:00 Mun Alexandra komast til Columbia? Mynd/Alexandra Ýr Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér. Borðspil Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér.
Borðspil Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira