Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2017 10:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Vísir/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðherra við fyrirspurn Vísis um stefnu stjórnvalda varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum en í gær var ítarlega fjallað um málið hér á vefnum. Umræðan um gjaldtöku á ferðamannastöðum hefur ítrekað skotið upp kollinum undanfarin ár, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi og aukins álags á innviði og helstu ferðamannastaði landsins sem fylgt hafa fjölguninni. Gjaldtaka hefur verið nefnd sem ein leið til að stýra álagi á ferðamannastöðum og dreifingu ferðamanna um landið en Þórdís Kolbrún segir að náttúrupassi myndi hafa lítil sem engin áhrif á þessa þætti. Samflokkskona Þórdísar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar-og viðskiptaráðherra, var á seinasta kjörtímabili gerð afturreka með frumvarp sitt um náttúrupassa og má segja að engar líkur séu á öðru slíku frumvarpi miðað við svör núverandi ráðherra ferðamála.Fjölgun ferðamanna hefur verið gríðarleg hér á landi síðastliðin ár og áætlar ríkið nú að hækka virðisaukaskatt á greinar ferðaþjónustunnar.Vísir/VilhelmHljóti að taka tillit til þess að ferðamenn muni greiða meira til hins opinbera „Nei, ég tel ekki ástæðu til þess. Ástæðan er meðal annars sú ráðstöfun að færa ferðaþjónustu í almennt þrep virðisaukaskatts. Þar með munu ferðamenn greiða umtalsvert meira til hins opinbera en áður og við hljótum að taka tillit til þess jafnvel þótt ríkið skili ávinningnum að mestu eða öllu leyti til almennings í formi lækkunar á almennu þrepi virðisaukaskatts. Þá er vert að nefna að náttúrupassi hefði haft lítil sem engin áhrif á dreifingu ferðamanna um landið eða álagsstýringu á hverjum stað, og komugjöld hafa engin slík áhrif,“ segir í svari Þórdísar Kolbrúnar. Boðuð skattahækkun ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustuna hefur mætt mikilli andstöðu innan atvinnugreinarinnar en flestar greinar ferðaþjónustunnar eru nú í lægra skattþrepi, það er 11 prósentum. Þann 1. júlí 2018 mun ferðaþjónustan hins vegar færast upp í efra þrepið, það er almennt þrep virðisaukaskatts, sem nemur 24 prósentum. Þann 1. janúar 2019 er svo áætlað að þrepið lækki í 22,5 prósent og eins og fram kemur í svari ráðherra er sú lækkun möguleg vegna þess að skatturinn hækkar á ferðaþjónustuna.Frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem tekið er bílastæðagjald af ferðamönnum.vísir/pjeturFé frá hinu opinbera almennt til þess fallið að draga úr þörfinni á gjaldtöku En hver er stefna stjórnvalda varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum? Þórdís Kolbrún segir að það fé sem stjórnvöld hafi varið og munu áfram verja til uppbyggingar á einstökum ferðamannastöðum sé almennt til þess fallið að draga úr þörf á gjaldtöku á hverjum stað. Þannig séu á fjárlögum hundruðum milljóna varið til framkvæmda í þjóðgörðum landsins og þá er hundruðum milljónum einnig úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. „Einnig höfum við nýtt verkfæri sem heitir Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum vegna álags af völdum ferðamennsku. Almennt er stefnan sú að opinber stuðningur við framkvæmdir sé háður því skilyrði að viðkomandi ferðamannastaðir séu opnir fyrir gjaldfrjálsri umferð almennings, en þó sé heimild til að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Slík skilyrði eru í lögum um Landsáætlun um innviðauppbyggingu og einnig í frumvarpi um breytingar á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þessi sama grundvallarstefna birtist líka í gjaldtökuheimildum Þingvallaþjóðgarðs í lögum um þjóðgarðinn og í gjaldtökuheimildum á friðlýstum svæðum samkvæmt náttúruverndarlögum. Í öllum þessum tilvikum eru heimildir til gjaldtöku bundnar við veitta þjónustu,“ segir í svari ráðherra. Hún telur því að stór og mikilvæg púsl í stefnu stjórnvalda varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum liggi fyrir þo heildarmyndin sé vissulega enn í mótun, til að mynda að hvaða marki „við viljum að þjóðgarðar og friðlýst svæði standi undir sér með þjónustugjöldum frá gestum fremur en að fá framlög á fjárlögum. Ég held að það sé óhætt að segja að sú umræða hafi ekki verið leidd til lykta. Einnig stendur til að skoða hvort í einhverjum tilvikum sé skynsamlegt að gefa út sérleyfi til að stunda ferðaþjónustu í atvinnuskyni á svæðum í eigu hins opinbera, ekki síst til að stýra álagi á svæðin.“Ferðamálaráðherra segir ekkert athugavert við það að rukka aðgangseyri að náttúruperlum svo lengi sem það standist lög. Fréttablaðið/VilhelmEkkert athugavert við það að rukka aðgangseyri svo lengi sem það stenst lög Eins og rakið var í grein Vísis í gær um gjaldtöku á ferðamannastöðum taka landeigendur á nokkrum stöðum um landið aðgangseyri að náttúruperlum. Aðspurð hvort hún telji það æskilegt segir ráðherra: „Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það svo lengi sem það stenst lög. Auðvitað finnst manni fara best á því að slíkt gjald gangi þá að verulegu leyti til uppbyggingar á aðstöðu eða þjónustu sem bætir upplifun ferðamannsins eða til að vernda náttúru og umhverfi fyrir ágangi. Við skulum hafa í huga að því getur fylgt talsverð fyrirhöfn, álag og kostnaður fyrir landeigendur að taka á móti straumi ferðamanna inn á sitt land svo vel sé og það er ekki óeðlilegt að þeir reyni að mæta því með einhverjum hætti.“ Nokkuð hefur verið rætt um það að bílastæðagjöld geti nýst til uppbyggingar á ferðamannastöðum og hefur samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra nú lagt fram frumvarp um breytingar á umferðarlögum sem heimilar sveitarfélögum að innheimta bílastæðagjöld í dreifbýli. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað fjölgun ferðamanna sem ástæðu þess að auka þarf heimildir sveitarfélaga til að innheimta bílastæðagjöld. Mikilvægt sé til að mynda að huga að aðstöðu við ferðamannastaði, það er bílastæðum, gæslu og öðru, en bílastæðagjöldin eru þá hugsuð til þess að standa straum af kostnaði við slíka uppbyggingu og þjónustu. Ferðamálaráðherra segir að bílastæðagjöldin, eins og þau eru hugsuð nú, muni einkum mæta þörfinni fyrir að byggja upp sjálf bílastæðin. „Að sinni finnst mér ólíklegt að þau geti orðið grunnur að allsherjarfjármögnun á uppbyggingu á viðkomandi svæðum. En í ljósi þess að umtalsverður hluti af opinberum stuðningi við innviði á ferðamannastöðum hefur fram til þessa farið í uppbyggingu bílastæða er líklegt að eftir því sem fleiri bílastæði verða sjálfbær aukist að sama skapi svigrúmið til að styðja við annars konar uppbyggingu,“ segir ráðherra.Gullfoss er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins.vísir/gva„Stýring þarf ekki endilega að snúast um gjaldtöku“ En telur ráðherra að bílastæðagjöld geti mætt þörfinni fyrir aðgangsstýringu að fjölsóttum ferðamannastöðum, til að mynda við Gullfoss og Geysi (ef bílastæðagjöld yrðu sett á þar), eða sér hún fyrir sér aðrar leiðir til þess að létta álaginu af þessum helstu ferðamannastöðum? „Það er fyrst og fremst í verkahring ábyrgðar- og umsjónaraðila hvers svæðis að móta hvernig aðgangs- og álagsstýringu er best háttað á hverjum stað. Bílastæðagjöld sem væru mishá eftir álagi gætu mögulega verið hluti af slíkri stýringu. Sérleyfi gætu verið önnur leið eða einhvers konar fyrirframskráning. Stýring þarf ekki endilega að snúast um gjaldtöku. Aukin landvarsla getur haft mikið að segja, sem og skipulag og umferðarstýring á gönguleiðum, til dæmis með einstefnu. Þetta þurfa eigendur og ábyrgðaraðilar svæðanna að meta, en ráðuneyti ferðamála getur vel haft aðkomu að því, til dæmis með því að taka þátt í að meta þolmörk svæða og meta möguleika á stýringu í kjölfarið á slíku mati. Annað sem stuðlar að því að létta álagi er að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og það markmið er hluti af okkar stefnu og aðgerðum,“ segir Þórdís Kolbrún.Nánar verður fjallað um gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á Vísi á næstu dögum og meðal annars rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðherra við fyrirspurn Vísis um stefnu stjórnvalda varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum en í gær var ítarlega fjallað um málið hér á vefnum. Umræðan um gjaldtöku á ferðamannastöðum hefur ítrekað skotið upp kollinum undanfarin ár, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi og aukins álags á innviði og helstu ferðamannastaði landsins sem fylgt hafa fjölguninni. Gjaldtaka hefur verið nefnd sem ein leið til að stýra álagi á ferðamannastöðum og dreifingu ferðamanna um landið en Þórdís Kolbrún segir að náttúrupassi myndi hafa lítil sem engin áhrif á þessa þætti. Samflokkskona Þórdísar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar-og viðskiptaráðherra, var á seinasta kjörtímabili gerð afturreka með frumvarp sitt um náttúrupassa og má segja að engar líkur séu á öðru slíku frumvarpi miðað við svör núverandi ráðherra ferðamála.Fjölgun ferðamanna hefur verið gríðarleg hér á landi síðastliðin ár og áætlar ríkið nú að hækka virðisaukaskatt á greinar ferðaþjónustunnar.Vísir/VilhelmHljóti að taka tillit til þess að ferðamenn muni greiða meira til hins opinbera „Nei, ég tel ekki ástæðu til þess. Ástæðan er meðal annars sú ráðstöfun að færa ferðaþjónustu í almennt þrep virðisaukaskatts. Þar með munu ferðamenn greiða umtalsvert meira til hins opinbera en áður og við hljótum að taka tillit til þess jafnvel þótt ríkið skili ávinningnum að mestu eða öllu leyti til almennings í formi lækkunar á almennu þrepi virðisaukaskatts. Þá er vert að nefna að náttúrupassi hefði haft lítil sem engin áhrif á dreifingu ferðamanna um landið eða álagsstýringu á hverjum stað, og komugjöld hafa engin slík áhrif,“ segir í svari Þórdísar Kolbrúnar. Boðuð skattahækkun ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustuna hefur mætt mikilli andstöðu innan atvinnugreinarinnar en flestar greinar ferðaþjónustunnar eru nú í lægra skattþrepi, það er 11 prósentum. Þann 1. júlí 2018 mun ferðaþjónustan hins vegar færast upp í efra þrepið, það er almennt þrep virðisaukaskatts, sem nemur 24 prósentum. Þann 1. janúar 2019 er svo áætlað að þrepið lækki í 22,5 prósent og eins og fram kemur í svari ráðherra er sú lækkun möguleg vegna þess að skatturinn hækkar á ferðaþjónustuna.Frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem tekið er bílastæðagjald af ferðamönnum.vísir/pjeturFé frá hinu opinbera almennt til þess fallið að draga úr þörfinni á gjaldtöku En hver er stefna stjórnvalda varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum? Þórdís Kolbrún segir að það fé sem stjórnvöld hafi varið og munu áfram verja til uppbyggingar á einstökum ferðamannastöðum sé almennt til þess fallið að draga úr þörf á gjaldtöku á hverjum stað. Þannig séu á fjárlögum hundruðum milljóna varið til framkvæmda í þjóðgörðum landsins og þá er hundruðum milljónum einnig úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. „Einnig höfum við nýtt verkfæri sem heitir Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum vegna álags af völdum ferðamennsku. Almennt er stefnan sú að opinber stuðningur við framkvæmdir sé háður því skilyrði að viðkomandi ferðamannastaðir séu opnir fyrir gjaldfrjálsri umferð almennings, en þó sé heimild til að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Slík skilyrði eru í lögum um Landsáætlun um innviðauppbyggingu og einnig í frumvarpi um breytingar á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þessi sama grundvallarstefna birtist líka í gjaldtökuheimildum Þingvallaþjóðgarðs í lögum um þjóðgarðinn og í gjaldtökuheimildum á friðlýstum svæðum samkvæmt náttúruverndarlögum. Í öllum þessum tilvikum eru heimildir til gjaldtöku bundnar við veitta þjónustu,“ segir í svari ráðherra. Hún telur því að stór og mikilvæg púsl í stefnu stjórnvalda varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum liggi fyrir þo heildarmyndin sé vissulega enn í mótun, til að mynda að hvaða marki „við viljum að þjóðgarðar og friðlýst svæði standi undir sér með þjónustugjöldum frá gestum fremur en að fá framlög á fjárlögum. Ég held að það sé óhætt að segja að sú umræða hafi ekki verið leidd til lykta. Einnig stendur til að skoða hvort í einhverjum tilvikum sé skynsamlegt að gefa út sérleyfi til að stunda ferðaþjónustu í atvinnuskyni á svæðum í eigu hins opinbera, ekki síst til að stýra álagi á svæðin.“Ferðamálaráðherra segir ekkert athugavert við það að rukka aðgangseyri að náttúruperlum svo lengi sem það standist lög. Fréttablaðið/VilhelmEkkert athugavert við það að rukka aðgangseyri svo lengi sem það stenst lög Eins og rakið var í grein Vísis í gær um gjaldtöku á ferðamannastöðum taka landeigendur á nokkrum stöðum um landið aðgangseyri að náttúruperlum. Aðspurð hvort hún telji það æskilegt segir ráðherra: „Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það svo lengi sem það stenst lög. Auðvitað finnst manni fara best á því að slíkt gjald gangi þá að verulegu leyti til uppbyggingar á aðstöðu eða þjónustu sem bætir upplifun ferðamannsins eða til að vernda náttúru og umhverfi fyrir ágangi. Við skulum hafa í huga að því getur fylgt talsverð fyrirhöfn, álag og kostnaður fyrir landeigendur að taka á móti straumi ferðamanna inn á sitt land svo vel sé og það er ekki óeðlilegt að þeir reyni að mæta því með einhverjum hætti.“ Nokkuð hefur verið rætt um það að bílastæðagjöld geti nýst til uppbyggingar á ferðamannastöðum og hefur samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra nú lagt fram frumvarp um breytingar á umferðarlögum sem heimilar sveitarfélögum að innheimta bílastæðagjöld í dreifbýli. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað fjölgun ferðamanna sem ástæðu þess að auka þarf heimildir sveitarfélaga til að innheimta bílastæðagjöld. Mikilvægt sé til að mynda að huga að aðstöðu við ferðamannastaði, það er bílastæðum, gæslu og öðru, en bílastæðagjöldin eru þá hugsuð til þess að standa straum af kostnaði við slíka uppbyggingu og þjónustu. Ferðamálaráðherra segir að bílastæðagjöldin, eins og þau eru hugsuð nú, muni einkum mæta þörfinni fyrir að byggja upp sjálf bílastæðin. „Að sinni finnst mér ólíklegt að þau geti orðið grunnur að allsherjarfjármögnun á uppbyggingu á viðkomandi svæðum. En í ljósi þess að umtalsverður hluti af opinberum stuðningi við innviði á ferðamannastöðum hefur fram til þessa farið í uppbyggingu bílastæða er líklegt að eftir því sem fleiri bílastæði verða sjálfbær aukist að sama skapi svigrúmið til að styðja við annars konar uppbyggingu,“ segir ráðherra.Gullfoss er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins.vísir/gva„Stýring þarf ekki endilega að snúast um gjaldtöku“ En telur ráðherra að bílastæðagjöld geti mætt þörfinni fyrir aðgangsstýringu að fjölsóttum ferðamannastöðum, til að mynda við Gullfoss og Geysi (ef bílastæðagjöld yrðu sett á þar), eða sér hún fyrir sér aðrar leiðir til þess að létta álaginu af þessum helstu ferðamannastöðum? „Það er fyrst og fremst í verkahring ábyrgðar- og umsjónaraðila hvers svæðis að móta hvernig aðgangs- og álagsstýringu er best háttað á hverjum stað. Bílastæðagjöld sem væru mishá eftir álagi gætu mögulega verið hluti af slíkri stýringu. Sérleyfi gætu verið önnur leið eða einhvers konar fyrirframskráning. Stýring þarf ekki endilega að snúast um gjaldtöku. Aukin landvarsla getur haft mikið að segja, sem og skipulag og umferðarstýring á gönguleiðum, til dæmis með einstefnu. Þetta þurfa eigendur og ábyrgðaraðilar svæðanna að meta, en ráðuneyti ferðamála getur vel haft aðkomu að því, til dæmis með því að taka þátt í að meta þolmörk svæða og meta möguleika á stýringu í kjölfarið á slíku mati. Annað sem stuðlar að því að létta álagi er að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og það markmið er hluti af okkar stefnu og aðgerðum,“ segir Þórdís Kolbrún.Nánar verður fjallað um gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á Vísi á næstu dögum og meðal annars rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00