Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er talið vera eitt erfiðasta fjall heims og hátt hlutfall þeirra sem reyna við það láta lífið. Fleiri hafa flogið út í geim en staðið á toppi fjallsins en John Snorri ætlar að ná markmiðinu og koma heilu og höldnu aftur til fjölskyldu sinnar í sumar. Rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö, sem hefjast klukkan hálf sjö.

Þá fjöllum við líka um málefni United Silicon í Helguvík en Umhverfisstofnun hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×