Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2017 19:00 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, kynnir byggingu fjölbýlishússins á fundi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Mynd/Íbúðalánasjóður Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. „Við vitum ekki hversu margir starfsmenn hjá okkur munu kjósa að vera í þessum íbúðum en við ætlum að bjóða námsmönnum þetta líka og fólki úr hverfinu í kring, til dæmis starfsfólki Toyota eða Costco ef það hefði áhuga þá væri það möguleiki líka. Það sem erum að reyna forðast er einsleitni, þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk. Þetta á bara að vera fjölbýlishús með blandaðri byggð, karlar og konur, ungt og fullorðið fólk, börn og allan pakkann,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Alls verða 36 íbúðir í blokkinni og þar af verða um það bil 20 íbúðir sem eru 25 fermetrar að stærð að gólffleti auk þess nokkurra fermetra geymsla í kjallara fylgir hverri íbúð svo þessar íbúðir verða skráðar sem 31 til 32 fermetrar að stærð.Stærsta íbúðin 58 fermetrar „En við erum að tala um nýtanlegt pláss inni í íbúðinni upp á 25 fermetra gólfflöt. Það er jafnstórt og við erum að sýna í IKEA og erum búin að vera að gera í áratugi þar sem allar IKEA-búðir eru með eina 25 fermetra íbúð og það var svona kveikjan að því að við vildum sýna að þetta væri hægt. Við höfum því verið svolítið uppteknir af því að við vildum ekki stækka íbúðirnar,“ segir Þórarinn. Hinar íbúðirnar sextán eru svo að fimm eða sex mismunandi stærðum að sögn Þórarins.Svona mun blokkin koma til með að líta út.Mynd/Íbúðalánasjóður„Það eru bæði stærri einstaklingsíbúðir og svo tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Stærsta íbúðn er 58 fermetrar, það er þriggja herbergja íbúð, sem er svona lítil og nett og það er mikið lagt í það að nýtingin sé eins góð og hægt er.“ Þórarinn segist ekki þekkja til þess að IKEA hafi boðið upp á svipað úrræði fyrir starfsfólk sitt annars staðar. „Hugmyndin er frá mér komin og hún kviknar þannig að ég sem stjórnandi er að horfa á alla liði rekstursins, ekki bara hvað ég get selt mikið af sófum, og ef ég er ekki með gott fólk og ég finn að hæft fólk er að hætta hjá mér, það er það allra versta sem getur komið fyrir fyrirtæki, að missa gott fólk ekki af því að það vill hætta hjá þér heldur af því að það verður að hætta hjá þér.“Þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í iðnaðarhúsnæði Þórarinn segir að atvinnurekandinn geti þá greint hvers vegna það er, hvort það eru launakjör eða eitthvað annað, en IKEA hefur lent í því að fólk hætti hjá fyrirtækinu vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt. Hátt hlutfall starfsmanna fyrirtækisins er ungt fólk og innflytjendur sem hefur lent á hrakhólum á húsnæðismarkaðnum. Aðspurður hvort að IKEA hyggist byggja hús fleiri hús segir Þórarinn að byrjað verði á einu húsi en svo komi í ljós hvað verði gert í framtíðinni. „Það eru svo ótrúlega hraðar breytingar í samfélaginu. Fyrir fimm árum hefði enginn trúað því að húsnæðismarkaðurinn yrði kominn á suðumark í dag og hver einasta eign myndi seljast. Við erum í húsgagnabransanum en við þurfum að geta „staffað“ almennilega og ef það að byggja fleiri fjölbýlishús fyrir fólkið okkar þýðir það að við getum haldið góðu fólki þá verður það að sjálfsögðu skoðað. Ég á alveg eins von á því að þetta muni snaraukast og ég get alveg sagt það að mér finnst það þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í einhverju iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi. Þetta er fólk sem er að vinna hörðum höndum og ég hef heyrt af fólki sem deilir herbergi með öðrum en er á sitthvorum vöktunum þannig að það er alltaf einhver sofandi í herberginu þannig að það er ekkert „privacy,““ segir Þórarinn. Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. „Við vitum ekki hversu margir starfsmenn hjá okkur munu kjósa að vera í þessum íbúðum en við ætlum að bjóða námsmönnum þetta líka og fólki úr hverfinu í kring, til dæmis starfsfólki Toyota eða Costco ef það hefði áhuga þá væri það möguleiki líka. Það sem erum að reyna forðast er einsleitni, þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk. Þetta á bara að vera fjölbýlishús með blandaðri byggð, karlar og konur, ungt og fullorðið fólk, börn og allan pakkann,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Alls verða 36 íbúðir í blokkinni og þar af verða um það bil 20 íbúðir sem eru 25 fermetrar að stærð að gólffleti auk þess nokkurra fermetra geymsla í kjallara fylgir hverri íbúð svo þessar íbúðir verða skráðar sem 31 til 32 fermetrar að stærð.Stærsta íbúðin 58 fermetrar „En við erum að tala um nýtanlegt pláss inni í íbúðinni upp á 25 fermetra gólfflöt. Það er jafnstórt og við erum að sýna í IKEA og erum búin að vera að gera í áratugi þar sem allar IKEA-búðir eru með eina 25 fermetra íbúð og það var svona kveikjan að því að við vildum sýna að þetta væri hægt. Við höfum því verið svolítið uppteknir af því að við vildum ekki stækka íbúðirnar,“ segir Þórarinn. Hinar íbúðirnar sextán eru svo að fimm eða sex mismunandi stærðum að sögn Þórarins.Svona mun blokkin koma til með að líta út.Mynd/Íbúðalánasjóður„Það eru bæði stærri einstaklingsíbúðir og svo tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Stærsta íbúðn er 58 fermetrar, það er þriggja herbergja íbúð, sem er svona lítil og nett og það er mikið lagt í það að nýtingin sé eins góð og hægt er.“ Þórarinn segist ekki þekkja til þess að IKEA hafi boðið upp á svipað úrræði fyrir starfsfólk sitt annars staðar. „Hugmyndin er frá mér komin og hún kviknar þannig að ég sem stjórnandi er að horfa á alla liði rekstursins, ekki bara hvað ég get selt mikið af sófum, og ef ég er ekki með gott fólk og ég finn að hæft fólk er að hætta hjá mér, það er það allra versta sem getur komið fyrir fyrirtæki, að missa gott fólk ekki af því að það vill hætta hjá þér heldur af því að það verður að hætta hjá þér.“Þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í iðnaðarhúsnæði Þórarinn segir að atvinnurekandinn geti þá greint hvers vegna það er, hvort það eru launakjör eða eitthvað annað, en IKEA hefur lent í því að fólk hætti hjá fyrirtækinu vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt. Hátt hlutfall starfsmanna fyrirtækisins er ungt fólk og innflytjendur sem hefur lent á hrakhólum á húsnæðismarkaðnum. Aðspurður hvort að IKEA hyggist byggja hús fleiri hús segir Þórarinn að byrjað verði á einu húsi en svo komi í ljós hvað verði gert í framtíðinni. „Það eru svo ótrúlega hraðar breytingar í samfélaginu. Fyrir fimm árum hefði enginn trúað því að húsnæðismarkaðurinn yrði kominn á suðumark í dag og hver einasta eign myndi seljast. Við erum í húsgagnabransanum en við þurfum að geta „staffað“ almennilega og ef það að byggja fleiri fjölbýlishús fyrir fólkið okkar þýðir það að við getum haldið góðu fólki þá verður það að sjálfsögðu skoðað. Ég á alveg eins von á því að þetta muni snaraukast og ég get alveg sagt það að mér finnst það þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í einhverju iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi. Þetta er fólk sem er að vinna hörðum höndum og ég hef heyrt af fólki sem deilir herbergi með öðrum en er á sitthvorum vöktunum þannig að það er alltaf einhver sofandi í herberginu þannig að það er ekkert „privacy,““ segir Þórarinn.
Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35