Enn skal á það reyna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar