Innlent

John Snorri á K2: Ætla mér að koma aftur heim til fimm barna

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Fleiri hafa farið út í geim, en gengið á topp fjallsins K2, eða grimma fjallsins eins og það er gjarnan kallað.

Þangað stefnir John Snorri Sigurjónsson, 38 ára göngugarpur sem hefur klifið nokkra af hæstu tindum heims og ætlar að verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2. Í leiðinni safnar hann áheitum fyrir styrktarfélagið LÍF.

Aðeins um 230 manns hafa klifið fjallið og komið heilir niður, undanfarin tæp 50 ár. Af hverjum fjórum sem leggja af stað, koma aðeins þrír aftur heim.

John Snorri segir ákvörðunina um að leggja af stað ekki hafa verið einfalda.

Ítarlegt viðtal verður við John Snorra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast að vanda, klukkan 1830.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×