Hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð um Iðnó? Ögmundur Jónasson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir?
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar