Sektarnýlendan Þorvaldur Gylfason skrifar 6. apríl 2017 07:00 Þótt halli nú mjög á Bandaríkin í augum umheimsins mega menn ekki missa sjónar á gamalgrónum styrk landsins sem helgast m.a. af stjórnarskránni frá 1787. Hún tryggir að Bandaríkin eru réttarríki þar sem allir mega heita jafnir fyrir lögum og rammgert jafnvægi ríkir milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Í þessu ljósi þarf að skoða þá staðreynd að 20 bandarískir stjórnmálamenn, þar af 13 þingmenn, hafa frá síðustu aldamótum verið dæmdir til fangavistar fyrir ýmis lögbrot. Frá 1981 hafa 60 bandarískir stjórnmálamenn fengið slíka dóma, þar af 44 þingmenn. Enginn Bandaríkjamaður stendur ofar lögum eins og t.d. Nixon forseti fékk að reyna 1974.Misnotkun bankaleyndar Íslenzk stjórnmálamenning sem jafnvel Alþingi sjálft hefur ályktað gegn er annarrar gerðar. Hér þurfti hrun með grafalvarlegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks til þess að meint brot bankamanna og annarra væru rannsökuð, en þó bara sum. Bankamenn hafa fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik o.fl. en engin rannsókn hefur enn farið fram á gáleysislegu útláni bankastjóra Seðlabankans til Kaupþings í hruninu þótt Kastljós RÚV hafi sýnt mynd af mikilvægu gagni í málinu, útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra. Seðlabankinn neitaði jafnvel að upplýsa Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Af lýsingu Kastljóss að dæma virðist útskriftin hafa lekið til sjónvarpsins frá embætti sérstaks saksóknara. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og aðrir ekki.Lyftum lokinu Eins og til að skjóta sér undan kröfunni um allsherjarrannsókn á einkavæðingu bankanna 1998-2003 lét Alþingi eftir dúk og disk og fyrir frumkvæði umboðsmanns Alþingis rannsaka einn smáþátt málsins, sýndaraðkomu þýzka bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Allir sem vildu vita vissu hvernig í málinu lá enda hafði því verið þaullýst í fjölmiðlum. Rannsóknarefnið ætti að réttu lagi að vera einkavæðing bankanna í heild sinni svo sem Alþingi samþykkti 2012 að fara skyldi fram, þ.m.t. sala Landsbankans þar sem kaupin voru fjármögnuð af Búnaðarbankanum að stórum hluta og öfugt, en það mál er enn í þöggunarferli. Alþingi er samdauna þessu þráa andrúmslofti yfirhylmingar og þöggunar ef ekki beinlínis uppspretta þess eins og sést t.d. á því að næstum allir þingmenn sem hafa verið spurðir um niðurstöður rannsóknarinnar á sýndaraðkomu þýzka bankans þykjast koma af fjöllum. Alþingi er samsekt þótt bráðum áratugur sé liðinn frá hruni. Það er sök Alþingis ef meintar sakir eru fyrndar. Þetta sýnir að ekki duga mannaskipti á Alþingi, þar þarf flokkaskipti, alger umskipti. Við þurfum að lyfta lokinu áður en tunnan springur.Refsileysi Ábyrgðarleysi eða refsileysi (e. impunity) kann að vera hluti skýringarinnar á ýmsu atferli sumra stjórnmálamanna svo sem hrunið vitnar um. Sumir stjórnmálamenn virðast umgangast lög og siði frjálslega í trausti þess að leyndin haldi og hámarksrefsing sé fylgistap í kosningum ef út af ber. Fv. dómsmálaráðherra lýsti þessu svo eftir hrun að kjörklefar, ekki fangaklefar, séu réttur betrunarvettvangur fyrir stjórnmálamenn sem brjóta af sér – mitt orðalag, ekki hans. Í þessu ljósi þarf að skoða tal sumra stjórnmálamanna um að nema þurfi úr stjórnarskránni ákvæði um Landsdóm. Þeir tala svona án þess að nefna að frumvarpið að nýrri stjórnarskrá sem 2/3 hlutar kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 geymir í stað gamla ákvæðisins um Landsdóm nýtt ákvæði um ráðherraábyrgð og rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra. Nú býst Alþingi, sektarnýlendan sjálf sem aðeins 22% kjósenda sögðust treysta 2016 skv. könnun Gallups, til að setja reglur um hvernig refsa beri ráðherrum fyrir brot gegn lögum og stjórnarskrá. Þau virðist ekki varða um að hvort sem ákvæði um Landsdóm í stjórnarskránni frá 1944 eru úrelt eða ekki þá verða menn þar til nýja stjórnarskráin tekur gildi að virða stjórnarskrárvarinn rétt þeirra sem vilja draga brotlega ráðherra fyrir Landsdóm. Hneykslið eftir hrun var ekki að meiri hluti þingsins skyldi ákveða að neyta þessa réttar síns heldur hitt að sumir þingmenn létu lög og rétt sigla lönd og leið þegar til kastanna kom til að hlífa pólitískum samherjum. Það er svarti bletturinn á Alþingi í þessu máli. Nýja stjórnarskráin leysir málið sumpart að bandarískri fyrirmynd þar sem þingnefnd ákveður hvort „hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun
Þótt halli nú mjög á Bandaríkin í augum umheimsins mega menn ekki missa sjónar á gamalgrónum styrk landsins sem helgast m.a. af stjórnarskránni frá 1787. Hún tryggir að Bandaríkin eru réttarríki þar sem allir mega heita jafnir fyrir lögum og rammgert jafnvægi ríkir milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Í þessu ljósi þarf að skoða þá staðreynd að 20 bandarískir stjórnmálamenn, þar af 13 þingmenn, hafa frá síðustu aldamótum verið dæmdir til fangavistar fyrir ýmis lögbrot. Frá 1981 hafa 60 bandarískir stjórnmálamenn fengið slíka dóma, þar af 44 þingmenn. Enginn Bandaríkjamaður stendur ofar lögum eins og t.d. Nixon forseti fékk að reyna 1974.Misnotkun bankaleyndar Íslenzk stjórnmálamenning sem jafnvel Alþingi sjálft hefur ályktað gegn er annarrar gerðar. Hér þurfti hrun með grafalvarlegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks til þess að meint brot bankamanna og annarra væru rannsökuð, en þó bara sum. Bankamenn hafa fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik o.fl. en engin rannsókn hefur enn farið fram á gáleysislegu útláni bankastjóra Seðlabankans til Kaupþings í hruninu þótt Kastljós RÚV hafi sýnt mynd af mikilvægu gagni í málinu, útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra. Seðlabankinn neitaði jafnvel að upplýsa Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Af lýsingu Kastljóss að dæma virðist útskriftin hafa lekið til sjónvarpsins frá embætti sérstaks saksóknara. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og aðrir ekki.Lyftum lokinu Eins og til að skjóta sér undan kröfunni um allsherjarrannsókn á einkavæðingu bankanna 1998-2003 lét Alþingi eftir dúk og disk og fyrir frumkvæði umboðsmanns Alþingis rannsaka einn smáþátt málsins, sýndaraðkomu þýzka bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Allir sem vildu vita vissu hvernig í málinu lá enda hafði því verið þaullýst í fjölmiðlum. Rannsóknarefnið ætti að réttu lagi að vera einkavæðing bankanna í heild sinni svo sem Alþingi samþykkti 2012 að fara skyldi fram, þ.m.t. sala Landsbankans þar sem kaupin voru fjármögnuð af Búnaðarbankanum að stórum hluta og öfugt, en það mál er enn í þöggunarferli. Alþingi er samdauna þessu þráa andrúmslofti yfirhylmingar og þöggunar ef ekki beinlínis uppspretta þess eins og sést t.d. á því að næstum allir þingmenn sem hafa verið spurðir um niðurstöður rannsóknarinnar á sýndaraðkomu þýzka bankans þykjast koma af fjöllum. Alþingi er samsekt þótt bráðum áratugur sé liðinn frá hruni. Það er sök Alþingis ef meintar sakir eru fyrndar. Þetta sýnir að ekki duga mannaskipti á Alþingi, þar þarf flokkaskipti, alger umskipti. Við þurfum að lyfta lokinu áður en tunnan springur.Refsileysi Ábyrgðarleysi eða refsileysi (e. impunity) kann að vera hluti skýringarinnar á ýmsu atferli sumra stjórnmálamanna svo sem hrunið vitnar um. Sumir stjórnmálamenn virðast umgangast lög og siði frjálslega í trausti þess að leyndin haldi og hámarksrefsing sé fylgistap í kosningum ef út af ber. Fv. dómsmálaráðherra lýsti þessu svo eftir hrun að kjörklefar, ekki fangaklefar, séu réttur betrunarvettvangur fyrir stjórnmálamenn sem brjóta af sér – mitt orðalag, ekki hans. Í þessu ljósi þarf að skoða tal sumra stjórnmálamanna um að nema þurfi úr stjórnarskránni ákvæði um Landsdóm. Þeir tala svona án þess að nefna að frumvarpið að nýrri stjórnarskrá sem 2/3 hlutar kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 geymir í stað gamla ákvæðisins um Landsdóm nýtt ákvæði um ráðherraábyrgð og rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra. Nú býst Alþingi, sektarnýlendan sjálf sem aðeins 22% kjósenda sögðust treysta 2016 skv. könnun Gallups, til að setja reglur um hvernig refsa beri ráðherrum fyrir brot gegn lögum og stjórnarskrá. Þau virðist ekki varða um að hvort sem ákvæði um Landsdóm í stjórnarskránni frá 1944 eru úrelt eða ekki þá verða menn þar til nýja stjórnarskráin tekur gildi að virða stjórnarskrárvarinn rétt þeirra sem vilja draga brotlega ráðherra fyrir Landsdóm. Hneykslið eftir hrun var ekki að meiri hluti þingsins skyldi ákveða að neyta þessa réttar síns heldur hitt að sumir þingmenn létu lög og rétt sigla lönd og leið þegar til kastanna kom til að hlífa pólitískum samherjum. Það er svarti bletturinn á Alþingi í þessu máli. Nýja stjórnarskráin leysir málið sumpart að bandarískri fyrirmynd þar sem þingnefnd ákveður hvort „hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun