Svikin loforð – enn og aftur Guðríður Arnardóttir skrifar 5. apríl 2017 16:00 Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar