Ögra Trump og Jinping Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 10:41 Kim Jong Un, Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/AFP/Getty Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35
Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40
Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29
Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00
Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54
N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56