Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Haraldur Guðmundsson skrifar 5. apríl 2017 07:30 Thorsil fékk lóð í Helguvík skammt frá þeim stað þar sem nú er búið að byggja kísilver United Silicon. Vísir/GVA Almenni lífeyrissjóðurinn hefur ekki enn staðfest þriggja milljóna dala, jafnvirði 344 milljóna króna, fjárfestingu í kísilveri Thorsil í Helguvík rúmu ári eftir að hún var samþykkt af stjórn hans. Ástæðan er sú að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt skilyrði eins og að tryggja verksmiðjunni starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfið hafi nú verið kært í annað sinn en vill ekki svara hvernig fjármögnuninni miðar.Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.„Við höfum ekki staðfest þátttöku og málið er í mínum huga nánast komið á byrjunarreit. Við höfðum áhuga á sínum tíma og stjórnin samþykkti að ef skjöl myndu uppfylla kröfur sjóðsins þá myndum við taka þátt. Langur tími er liðinn og ýmsar aðrar forsendur hafa breyst en meðal annars hafa lífeyrissjóðir nú víðtækari fjárfestingaheimildir og síðan hafa komið fram neikvæðar fréttir vegna annarrar stóriðju [United Silicon] á sama stað,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Forsvarsmenn Thorsil voru í október í fyrra á lokametrunum með að semja við fjóra lífeyrissjóði um að þeir myndu útvega fjóra milljarða króna í hlutafé. Þar var um að ræða Lífeyrissjóð verslunarmanna, LSR, Frjálsa lífeyrissjóðinn og Almenna lífeyrissjóðinn. Síðar í þeim mánuði var starfsleyfi Thorsil, sem fyrirtækið fékk í september 2015 og var síðan kært til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál í sama mánuði, fellt úr gildi vegna formgalla. Nýtt leyfi fékkst í febrúar síðastliðnum en það var kært þann 20. mars. Fer úrskurðarnefndin nú yfir þrettán blaðsíðna rökstuðning Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og hóps íbúa í Reykjanesbæ. „Það kom önnur kæra og við þurfum að vinna úr henni. Síðast tók það úrskurðarnefndina, sem hefur þrjá mánuði, þrettán mánuði og við vonum að það taki núna styttri tíma. Við reynum að halda mönnum upplýstum um þetta en við gerum okkur vonir um að nefndin sinni þessu hratt svo hún verði innan þriggja mánaða tímamarkanna. Við reynum að vinna út frá því,“ segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil. Líkt og Gunnar bendir Hákon á áhrif kísilvers United Silicon í Helguvík á fjármögnun Thorsil. „Það gengur allt á afturtfótunum þarna og þá finnur maður að menn vitna til þess. En við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að staðið verði við gerða samninga varðandi fjármögnunina,“ segir Hákon. Heildarfjármögnun verksmiðjunnar nemur 275 milljónum dala. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, staðfesti í samtali við Fréttatímann í byrjun febrúar að lífeyrissjóðurinn muni ekki fjárfesta í kísilverinu. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um fjárfestingu í verkefninu og það sama má segja um Lífeyrissjóð verslunarmanna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta nýja varaleið OK um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur ekki enn staðfest þriggja milljóna dala, jafnvirði 344 milljóna króna, fjárfestingu í kísilveri Thorsil í Helguvík rúmu ári eftir að hún var samþykkt af stjórn hans. Ástæðan er sú að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt skilyrði eins og að tryggja verksmiðjunni starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfið hafi nú verið kært í annað sinn en vill ekki svara hvernig fjármögnuninni miðar.Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.„Við höfum ekki staðfest þátttöku og málið er í mínum huga nánast komið á byrjunarreit. Við höfðum áhuga á sínum tíma og stjórnin samþykkti að ef skjöl myndu uppfylla kröfur sjóðsins þá myndum við taka þátt. Langur tími er liðinn og ýmsar aðrar forsendur hafa breyst en meðal annars hafa lífeyrissjóðir nú víðtækari fjárfestingaheimildir og síðan hafa komið fram neikvæðar fréttir vegna annarrar stóriðju [United Silicon] á sama stað,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Forsvarsmenn Thorsil voru í október í fyrra á lokametrunum með að semja við fjóra lífeyrissjóði um að þeir myndu útvega fjóra milljarða króna í hlutafé. Þar var um að ræða Lífeyrissjóð verslunarmanna, LSR, Frjálsa lífeyrissjóðinn og Almenna lífeyrissjóðinn. Síðar í þeim mánuði var starfsleyfi Thorsil, sem fyrirtækið fékk í september 2015 og var síðan kært til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál í sama mánuði, fellt úr gildi vegna formgalla. Nýtt leyfi fékkst í febrúar síðastliðnum en það var kært þann 20. mars. Fer úrskurðarnefndin nú yfir þrettán blaðsíðna rökstuðning Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og hóps íbúa í Reykjanesbæ. „Það kom önnur kæra og við þurfum að vinna úr henni. Síðast tók það úrskurðarnefndina, sem hefur þrjá mánuði, þrettán mánuði og við vonum að það taki núna styttri tíma. Við reynum að halda mönnum upplýstum um þetta en við gerum okkur vonir um að nefndin sinni þessu hratt svo hún verði innan þriggja mánaða tímamarkanna. Við reynum að vinna út frá því,“ segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil. Líkt og Gunnar bendir Hákon á áhrif kísilvers United Silicon í Helguvík á fjármögnun Thorsil. „Það gengur allt á afturtfótunum þarna og þá finnur maður að menn vitna til þess. En við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að staðið verði við gerða samninga varðandi fjármögnunina,“ segir Hákon. Heildarfjármögnun verksmiðjunnar nemur 275 milljónum dala. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, staðfesti í samtali við Fréttatímann í byrjun febrúar að lífeyrissjóðurinn muni ekki fjárfesta í kísilverinu. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um fjárfestingu í verkefninu og það sama má segja um Lífeyrissjóð verslunarmanna. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta nýja varaleið OK um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira