Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 17:51 Bill O'Reilly stýrir þættinum The O'Reilly Factor á Fox og hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá. Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar. Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“ Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá. Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar. Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“
Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32