Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Kristinn Páll Teitsson í TM-höllinni skrifar 4. apríl 2017 22:15 Ólafur Gústafsson þarf að eiga góðan leik fyrir Stjörnuna. vísir/anton Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. Fyrir gestina var dagsskipulagið einfalt, allt annað en sigur þýddi að liðið væri fallið en með sigri í dag hefði liðið komist upp fyrir Stjörnuna í 9. sætið sem dugar liðum líklegast til að halda sæti sínu í deildinni þegar ákvörðun verður tekin um að bæta við liðum í deild þeirra bestu. Það var jafnt á með liðunum í upphafi og skiptust þau á forskotinu fyrstu mínútur leiksins, fór munurinn aldrei í meira en eitt mark og var spennustigið afar hátt. Komust Akureyringar 11-10 yfir þegar 22. mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en þá skellti Stjörnuvörnin í lás það sem eftir lifði hálfleiksins. Með 5-0 kafla breyttist staðan í fjögurra marka forskot Stjörnunnar sem varð að sex mörkum í upphafi seinni hálfleiks og var staðan því afar væn fyrir Garðbæinga. Akureyringar náðu að saxa á forskot Stjörnunnar eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og náðu muninum niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru eftir en þá virtust gestirnir ekki eiga nóg eftir á tankinum. Með Ólaf Rafn Gíslason í stuði í marki Stjörnunnar bættu Garðbæingar við forskot sitt hægt og bítandi og lönduðu að lokum öruggum sigri. Það þýðir að Stjarnan hafnar í 9. sæti Olís-deildar karla en í ljós kemur eftir rúmlega mánuð hvort liðið leikur í Olís-deildinni á næsta ári þegar ákvörðun verður tekin um fjölgun liða í deildinni. Sverre: Erfitt að kyngja þessu„Það er rosalega erfitt að kyngja þessu, við komum inn í leikinn, vissum hvað þyrfti til og lögðum allt í þetta en það vantaði herslumuninn til að sigra þennan leik,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson svekktur að leikslokum eftir að ljóst var að Akureyri væri fallið niður úr deild þeirra bestu. Sverre sagði töfluna ekki ljúga, það hefði vantað upp á í vetur en að þeir hefðu aldrei gefist upp. „Við erum neðstir af ástæðu en ég ætla samt ekkert að taka neitt af liðinu. Við gátum auðveldlega gefist upp og vorkennt okkur með snuð í munni miðað við allt sem gekk á en við höfum aldrei gert það, gáfumst ekki upp og fengum líflínu sem okkur tókst ekki að nýta.“ Það var margt sem fór úrskeiðis hjá Akureyringum í dag. „Okkur tókst ekki sem lið að láta hlutina smella á öllum vígstöðum í dag. Við eigum fínustu spretti en það þurfti meira til eftir að við gáfum þeim auðveld mörk undir lok fyrri hálfleiks. Það vantaði aðeins á öllum sviðum handboltans í kvöld og það gerir útslagið,“ sagði Sverre sem sagði þetta vera síðasta leik ferilsins. „Þeir eru að fara upp í hillurnar, skórnir, í þriðja skiptið en ég geri ráð fyrir að halda áfram sem þjálfari að reyna að byggja upp nýtt lið. Við erum að missa nokkra lykilleikmenn og það er hluti af harkinu að vera með lið út á landi en við erum bjartsýnir á framhaldið og það opnar vonandi dyr fyrir aðra leikmenn,“ sagði Sverre sem tók undir að það væri súrt að enda á tapi. „Ég mun aldrei ná þessu úr mér en við reyndum allaveganna og reyndum í dag og í vetur.“ Einar: Leikmennirnir geta verið stoltir af framlagi sínu og frammistöðu í vetur„Við komum okkur í þá stöðu að þetta var algjör úrslitaleikur, miðað við hvernig þetta hefur þróast í vetur erum við bara heilt yfir sáttir með lokaniðurstöðuna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sigurreifur að leikslokum. „Ég held að þetta skili okkur nú sæti í Olís-deildinni á næsta ári og ég horfi ekki á þetta með neinum öðrum augum. Við komum inn í þennan leik með augastað á úrslitakeppninni en þurftum að treysta á önnur úrslit sem féllu ekki með okkur.“ Garðbæingar komu af krafti inn í leikinn og söfnuðu upp brottvísunum framan af. „Spennustigið var kannski aðeins of hátt hjá okkur, við eyddum full miklum tíma manni færri inná og vorum að brjóta illa af okkur. Maður sá að menn voru vel gíraðir og kannski aðeins of en eftir að við stilltum okkur af vorum við góðir allan leikinn.“ Gestirnir frá Akureyri minnkuðu forskotið úr sex mörkum í tvö en Garðbæingar héldu haus og lokuðu leiknum. „Við höfum oft verið með gott forskot og misst það niður en okkur tókst að standast áhlaup þeirra þegar þetta var komið í tvö mörk og bæta í.“ Nýliðar Stjörnunnar halda því sæti sínu í deild þeirra bestu á næsta tímabili og var Einar bara nokkuð brattur. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og lærdómsríkt ár, bæði fyrir mig og alla þá sem koma að liðinu. Þetta er stór áfangi fyrir Stjörnuna því það er langt síðan Stjarnan hélt sér í efstu deild og leikmenn mega vera stoltir af sínu framlagi og frammistöðu í vetur,“ sagði Einar sem sagðist þó ekki vera búinn að læra á línuna hjá aganefnd HSÍ. „Ég mun sennilega aldrei gera það, ég þarf greinilega að fara að hegða mér betur,“ sagði Einar glottandi að lokum en hann tók í tvígang út bann í vetur. Ingimundur: Margir ekki rétt stilltir í dag„Þetta er auðvitað drullu fúlt, við komum hingað og ætluðum að ná í önnur úrslit en við þurfum að taka þessu,“ sagði Ingimundur Ingimundarsson, þjálfari Akureyrar, svekktur að leikslokum. „Líkt og oft áður í vetur vantaði herslumuninn, ef við hefðum náð að takast betur á við það í vetur værum við eflaust ekki í þessari stöðu í kvöld.“ Jafnt var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútunum en þá setti Stjarnan í lás og skyldi gestina eftir. „Við byrjum af fínum krafti en náum ekki að fylgja því eftir, varnarleikurinn small aldrei í dag og fyrir vikið kom markvarslan ekki. Þá fengum við engin af þessum auðveldu mörkum, hraðaupphlaupum og úr seinni bylgjunni. Svo gerum við allt of mikið af mistökum í sóknarleiknum.“ Spennustigið virtist á köflum ná til leikmanna Akureyrar. „Það er kannski ekki rétt að tala um einbeitingarleysi, það eru ekki margir í hópnum sem hafa spilað svona leik og kannski er það okkar þjálfaranna að hafa ekki stillt þá rétt í dag. Menn lögðu sig fram eins og þeir gátu en við fengum ekki út úr því sem við vildum.“28-23 (Leik lokið): Stjarnan vinnur leikinn en endar í 9. sæti þar sem Fram náði að kreista fram sigur á Seltjarnarnesi. Akureyringar eru hinsvegar fallnir.26-22 (59. mínúta) Akureyringar komnir í maður-á-mann vörn en tíminn er of naumur. Svo hjálpar ekki að Ólafur Rafn er að verja boltana í markinu.26-22 (58. mínúta) Eftir langa sókn fer skot brynjars Hólms yfir og Garðar bætir við marki hinumegin og gerir nánast út um leikinn um leið25-22 (55. mínúta) Ólafur kemur loksins aftur inná og er ekki lengi að láta til sín taka! Hann keyrir á vörnina og finnur glufu til að koma skotinu í gegnum. Þriggja marka munur á ný.24-21 (54. mínúta) Stjarnan klára sóknina með marki og boltinn dæmdur af Akureyringum í næstu sókn. Garðbæingar halda því í mjög hæga og langa sókn.23-21 (53. mínúta) Heldur betur að hitna í kolunum! Hér fara tvö rauð spjöld á loft. Ólafur fer upp í skot og er ýtt við honum en hann lendir afar illa og liggur sárþjáður. Róberti Sigurðarsyni er vikið af velli fyrir brotið en Guðmundur Sigurður Guðmundsson fer sömu leið fyrir að ýta við Róberti eftir að aukakast var dæmt.23-21 (53. mínúta): Kemur ekki að sök. Mindaugas með frábæra línusendingu inn á Ihor sem minnkar muninn niður í tvö mörk.23-20 (52. mínúta): Klaufalegt, Stjarnan stillir upp í langa sókn til að reyna að slíta upp vörn Akureyringa en boltinn er dæmdur af þeim, lína segir dómaraparið. Ingimundur tekur leikhlé til að róa leikinn og er því mark sem Akureyringar skora sekúndu síðar dæmt ógilt. Gæti reynst dýrkeypt.22-19 (50. mínúta): Tvær mínútur dæmdar á Kristján Orra fyrir að rífa Ólaf niður í loftinu. Góð rispa hér getur klárað þetta fyrir Garðbæinga.21-18 (48. mínúta): Grótta er að vinna með þremur mörkum út á Seltjarnarnesi og ætti því jafntefli að duga Garðbæingum eins og staðan er en það er neyðarúrræði.21-18 (47. mínúta): Einar tekur leikhlé enda leikurinn kominn aftur niður í þrjú mörk og Garðbæingar geta bara verið sáttir með það, markmaður liðsins er búinn að taka nokkra mikilvæga bolta og halda þessu forskoti.21-17 (45. mínúta): Ólafur Rafn heldur áfram að gera vel! Akureyringar stela boltanum og komast í hraðaupphlaup til að koma þessu í þriggja marka leik en Ólafur er ekki á því og ver skotið.21-16 (43. mínúta): Mikilvægt mark hjá Ara Magnúsi. Eftir tvö mörk frá gestunum í röð brýtur Ari sér leið í gegnum vörn Akureyringa og klárar. Gestirnir vilja fá dæmdan ruðning en fá ekkert.20-14 (40. mínúta): Andri Hjartar stelur boltanum og keyrir upp allan völlinn og klárar vel, munurinn kominn upp í sex mörk.18-14 (37. mínúta): Bergvin brýtur sér lei ðí gegnum vörnina og nær skotinu þótt að brotið sé á honum. Nú þurfa Akureyringar að herða skrúfurnar hinumegin á vellinum.17-13 (35. mínúta): Ólafur Rafn með tvær góðar vörslur í sömu sókninni en þegar Garðbæingar ætla að sækja hratt kasta þeir boltanum frá sér og Akureyringar refsa.17-12 (33. mínúta): Tvær góðar sóknir Stjörnumanna í röð, þeir stilla upp fyrir Ólaf í þeirri fyrri og koma svo boltanum á Garðar á línunni og hann klárar af harðfylgi.15-12 (31. mínúta): Mindaugas byrjar seinni hálfleikinn á að brjóta sér leið í gegnum vörn Stjörnunnar eftir fínt samspil. Hann öskrar á bekkinn og reynir að kveikja í liðsfélögunum.15-11 (Hálfleikur): Eins og staðan er núna eru Garðbæingar á leiðinni í úrslitakeppnina en staðan er jöfn á Seltjarnarnesi sem þýðir að Stjarnan færi upp í 8. sæti á innbyrðis viðureignum.15-11 (Hálfleikur): Eftir jafnan leik framan af settu heimamenn í lás seinustu mínúturnar og kláruðu leikhlutann á 5-0 kafla síðustu átta mínúturnar. Þeir fengu færi til að bæta við en Thomas varði skot Ara þegar lokasekúndurnar voru að klárast.15-11 (30. mínúta): Ódýr brottvísun á Sverri Eyjólfsson þýðir að Akureyringar klára fyrri hálfleikinn og hefja þann seinni manni fleiri. Ólafur Darri gerir vel og ver skot Akureyringa en vítakast dæmt og Andri Snær fer á línuna en Ólafur Darri tekur þann bolta líka.15-11 (28. mínúta): Fimm mörk í röð hjá Stjörnunni en Garðbæingar eru einfaldlega búnir að skella í lás í vörninni. Ólafur Rafn í markinu hefur varla þurft að taka bolta þessar síðustu sjö mínútur.14-11 (26. mínúta): Ingimundur tekur leikhlé, sóknarleikur Akureyringa hefur verið staður og hafa menn verið ragir við að fara sjálfir en á sama tíma eru Garðbæingar að spila góða vörn og að klára vel í sókn.13-11 (25. mínúta): Sverrir Eyjólfsson vinnur boltann í vörninni og er fljotur að átta sig á að Akureyringar eru með aukamann í sókninni og því enginn í markinu. Hann kemur heimamönnum tveimur mörkum yfir í fyrsta sinn í leiknum.11-11 (22. mínúta): Fyrrum skíðakappinn Brynjar Jökull með áhugaverð varnartilbrigði. Hann hoppar og grípur í sóknarmanninn með tilburðum sem NFL-varnarmaður væri stoltur af, gaf honum hálfgert bangaknús. Fær réttilega tvær mínútur fyrir þetta og er því kominn á hálan ís með tvær brottvísanir.10-10 (21. mínúta): Garðbæingar koma boltanum inn á Garðar á línunni sem er nautsterkur og krækir yfirleitt í vítakast ef hann klárar ekki færið líkt og nú. Hann er kominn með þrjú mörk, öll af vítalínunni og staðan er jöfn á ný.8-9 (19. mínúta): Sverrir fær frábæra línusendingu og er einn á auðum sjó inn á línunni en Thomas les það vel. Akureyringar reyna að keyra hratt en Sveinbjörn nær að loka á Andra Snæ hinumegin og halda þessu í eins marka leik.8-9 (17. mínúta): Önnur brottvísun á Garðbæinga, nú er það Eyþór sem fær brottvísun fyrir ljótt brot og leika Garðbæingar tveimur mönnum færri næstu 40. sekúndurnar.7-8 (16. mínúta): Liðin skiptast á mörkum þessa stundina, nú kemur Brynjar Hólm af fullum krafti upp völlinn og klárar sóknina sjálfur en er ýtt af nafna sínum, Brynjari Jökli í vörn Stjörnunnar og liggur eftir. Hann lendir eitthvað illa og fær Brynjar Jökull tvær mínútur fyrir brotið.7-6 (12. mínúta): Tvær sóknir Garðbæinga í röð sem Akureyringar sofna gjörsamlega á verðinum í vörninni. Í fyrra skiptið er höndin komin upp hjá dómurunum þegar Sverrir fær frábæra línusendingu og nú fær Eyþór greiða braut í gegnum miðja vörnina.5-5 (10. mínúta): Ólafur Gústafsson er búinn að dansa á línunni með að kvarta í dómaratvíeykinu og nú fær hann fyrstu brottvísun sína um leið og Sigþór Árni nælir í vítakast. Árni fer á línuna og jafnar metin.4-4 (8. mínúta): Heimamenn aðeins farnir að finna taktinn í sóknarleiknum. Garðar jafnar metin af vítalínunni.1-3 (6. mínúta): Brynjar of seinn að koma út og mæta Bergvini sem fær gott skotfæri og setur boltann í fjærhornið. Akureyringar byrja af krafti.1-2 (4. mínúta): Garðbæingar halda að þeir hafi unnið boltann og halda í sókn en sjá ekki að brot er dæmt á þá. Akureyringar nýta sér það og fá auðvelt mark framhjá Ólafi sem horfir enn furðu lostinn á dómarana þegar leikmaðurinn fer framhjá honum.1-0 (1. mínúta): Ólafur Gústafsson stelur boltanum og klárar hraðaupphlaupið sjálfur. Garðbæingar spila fasta vörn og Róbert haltarar af velli eftir fyrstu sóknina. Í næstu sókn kennir Mindaugas sér meins en er fljótur af stað á nýjan leik.0-0 (1. mínúta): Við erum farin af stað. Heimamenn hefja leik fyrir framan sirka 150-200 manns.Fyrir leik: Greinilegt að það er enn vetrarharka fyrir norðan, ég tel fimm leikmenn með snúð/tagl á hausum Akureyringa. Aðeins tveir Garðbæingar sem skarta tagli. Gestirnir með forskotið í þeim málunum.Fyrir leik: Tilkynnt að Arnþór Gylfi Finnsson verði ekki á leikskýrslu hjá Norðanmönnum en þeir voru með fimmtán á skýrslu. Líklegast einhver tæpur hjá þeim sem ætlar að taka slaginn.Fyrir leik: Gamla varnarbuffið Ingimundur Ingimundarson, núverandi þjálfari Akureyringa, labbar um þungur á brún. Hann væri eflaust til í að fá að spila þennan leik og buffa aðeins á Garðbæingum. Fyrir leik: Fyrirfram héldu eflaust margir að Norðanmenn yrðu fallnir á þessum tímapunkti en þeir sýndu heilmikinn karakter og náðu í stig á heimavelli Eyjamanna á fimmtudaginn.Fyrir leik: 25 mínútum fyrir leik eru fyrstu áhorfendurnir að mæta í hús. Ég var í bölvuðu veseni með að finna stæði svo ég átti von á betri mætingu en það er vonandi að hér verði einhver læti.Fyrir leik: Að sama skapi gætu nýliðar Stjörnunnar komist í úrslitakeppnina með jafntefli í kvöld mistakist Fram að ná einhverju úr leiknum gegn Gróttu en liðið sem hafnar í áttunda sæti mætir deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir leik: Það er fallfnykur í loftinu en það gæti farið svo að bæði liðin falli í vor. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni. Fyrir leik: Stig í kvöld gæti dugað Stjörnunni upp í 8. sæti deildarinnar en Stjarnan á innbyrðis viðureignirnar gegn Fram sem er einu stigi fyrir ofan Stjörnuna þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur til leiks úr Mýrinni í Garðabænum þar sem Stjarnan tekur á móti Akureyri í lokaumferð Olís-deildar karla. Nú er komið að kveðjustund og allt annað en sigur í dag fellir Akureyringa. Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. Fyrir gestina var dagsskipulagið einfalt, allt annað en sigur þýddi að liðið væri fallið en með sigri í dag hefði liðið komist upp fyrir Stjörnuna í 9. sætið sem dugar liðum líklegast til að halda sæti sínu í deildinni þegar ákvörðun verður tekin um að bæta við liðum í deild þeirra bestu. Það var jafnt á með liðunum í upphafi og skiptust þau á forskotinu fyrstu mínútur leiksins, fór munurinn aldrei í meira en eitt mark og var spennustigið afar hátt. Komust Akureyringar 11-10 yfir þegar 22. mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en þá skellti Stjörnuvörnin í lás það sem eftir lifði hálfleiksins. Með 5-0 kafla breyttist staðan í fjögurra marka forskot Stjörnunnar sem varð að sex mörkum í upphafi seinni hálfleiks og var staðan því afar væn fyrir Garðbæinga. Akureyringar náðu að saxa á forskot Stjörnunnar eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og náðu muninum niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru eftir en þá virtust gestirnir ekki eiga nóg eftir á tankinum. Með Ólaf Rafn Gíslason í stuði í marki Stjörnunnar bættu Garðbæingar við forskot sitt hægt og bítandi og lönduðu að lokum öruggum sigri. Það þýðir að Stjarnan hafnar í 9. sæti Olís-deildar karla en í ljós kemur eftir rúmlega mánuð hvort liðið leikur í Olís-deildinni á næsta ári þegar ákvörðun verður tekin um fjölgun liða í deildinni. Sverre: Erfitt að kyngja þessu„Það er rosalega erfitt að kyngja þessu, við komum inn í leikinn, vissum hvað þyrfti til og lögðum allt í þetta en það vantaði herslumuninn til að sigra þennan leik,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson svekktur að leikslokum eftir að ljóst var að Akureyri væri fallið niður úr deild þeirra bestu. Sverre sagði töfluna ekki ljúga, það hefði vantað upp á í vetur en að þeir hefðu aldrei gefist upp. „Við erum neðstir af ástæðu en ég ætla samt ekkert að taka neitt af liðinu. Við gátum auðveldlega gefist upp og vorkennt okkur með snuð í munni miðað við allt sem gekk á en við höfum aldrei gert það, gáfumst ekki upp og fengum líflínu sem okkur tókst ekki að nýta.“ Það var margt sem fór úrskeiðis hjá Akureyringum í dag. „Okkur tókst ekki sem lið að láta hlutina smella á öllum vígstöðum í dag. Við eigum fínustu spretti en það þurfti meira til eftir að við gáfum þeim auðveld mörk undir lok fyrri hálfleiks. Það vantaði aðeins á öllum sviðum handboltans í kvöld og það gerir útslagið,“ sagði Sverre sem sagði þetta vera síðasta leik ferilsins. „Þeir eru að fara upp í hillurnar, skórnir, í þriðja skiptið en ég geri ráð fyrir að halda áfram sem þjálfari að reyna að byggja upp nýtt lið. Við erum að missa nokkra lykilleikmenn og það er hluti af harkinu að vera með lið út á landi en við erum bjartsýnir á framhaldið og það opnar vonandi dyr fyrir aðra leikmenn,“ sagði Sverre sem tók undir að það væri súrt að enda á tapi. „Ég mun aldrei ná þessu úr mér en við reyndum allaveganna og reyndum í dag og í vetur.“ Einar: Leikmennirnir geta verið stoltir af framlagi sínu og frammistöðu í vetur„Við komum okkur í þá stöðu að þetta var algjör úrslitaleikur, miðað við hvernig þetta hefur þróast í vetur erum við bara heilt yfir sáttir með lokaniðurstöðuna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sigurreifur að leikslokum. „Ég held að þetta skili okkur nú sæti í Olís-deildinni á næsta ári og ég horfi ekki á þetta með neinum öðrum augum. Við komum inn í þennan leik með augastað á úrslitakeppninni en þurftum að treysta á önnur úrslit sem féllu ekki með okkur.“ Garðbæingar komu af krafti inn í leikinn og söfnuðu upp brottvísunum framan af. „Spennustigið var kannski aðeins of hátt hjá okkur, við eyddum full miklum tíma manni færri inná og vorum að brjóta illa af okkur. Maður sá að menn voru vel gíraðir og kannski aðeins of en eftir að við stilltum okkur af vorum við góðir allan leikinn.“ Gestirnir frá Akureyri minnkuðu forskotið úr sex mörkum í tvö en Garðbæingar héldu haus og lokuðu leiknum. „Við höfum oft verið með gott forskot og misst það niður en okkur tókst að standast áhlaup þeirra þegar þetta var komið í tvö mörk og bæta í.“ Nýliðar Stjörnunnar halda því sæti sínu í deild þeirra bestu á næsta tímabili og var Einar bara nokkuð brattur. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og lærdómsríkt ár, bæði fyrir mig og alla þá sem koma að liðinu. Þetta er stór áfangi fyrir Stjörnuna því það er langt síðan Stjarnan hélt sér í efstu deild og leikmenn mega vera stoltir af sínu framlagi og frammistöðu í vetur,“ sagði Einar sem sagðist þó ekki vera búinn að læra á línuna hjá aganefnd HSÍ. „Ég mun sennilega aldrei gera það, ég þarf greinilega að fara að hegða mér betur,“ sagði Einar glottandi að lokum en hann tók í tvígang út bann í vetur. Ingimundur: Margir ekki rétt stilltir í dag„Þetta er auðvitað drullu fúlt, við komum hingað og ætluðum að ná í önnur úrslit en við þurfum að taka þessu,“ sagði Ingimundur Ingimundarsson, þjálfari Akureyrar, svekktur að leikslokum. „Líkt og oft áður í vetur vantaði herslumuninn, ef við hefðum náð að takast betur á við það í vetur værum við eflaust ekki í þessari stöðu í kvöld.“ Jafnt var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútunum en þá setti Stjarnan í lás og skyldi gestina eftir. „Við byrjum af fínum krafti en náum ekki að fylgja því eftir, varnarleikurinn small aldrei í dag og fyrir vikið kom markvarslan ekki. Þá fengum við engin af þessum auðveldu mörkum, hraðaupphlaupum og úr seinni bylgjunni. Svo gerum við allt of mikið af mistökum í sóknarleiknum.“ Spennustigið virtist á köflum ná til leikmanna Akureyrar. „Það er kannski ekki rétt að tala um einbeitingarleysi, það eru ekki margir í hópnum sem hafa spilað svona leik og kannski er það okkar þjálfaranna að hafa ekki stillt þá rétt í dag. Menn lögðu sig fram eins og þeir gátu en við fengum ekki út úr því sem við vildum.“28-23 (Leik lokið): Stjarnan vinnur leikinn en endar í 9. sæti þar sem Fram náði að kreista fram sigur á Seltjarnarnesi. Akureyringar eru hinsvegar fallnir.26-22 (59. mínúta) Akureyringar komnir í maður-á-mann vörn en tíminn er of naumur. Svo hjálpar ekki að Ólafur Rafn er að verja boltana í markinu.26-22 (58. mínúta) Eftir langa sókn fer skot brynjars Hólms yfir og Garðar bætir við marki hinumegin og gerir nánast út um leikinn um leið25-22 (55. mínúta) Ólafur kemur loksins aftur inná og er ekki lengi að láta til sín taka! Hann keyrir á vörnina og finnur glufu til að koma skotinu í gegnum. Þriggja marka munur á ný.24-21 (54. mínúta) Stjarnan klára sóknina með marki og boltinn dæmdur af Akureyringum í næstu sókn. Garðbæingar halda því í mjög hæga og langa sókn.23-21 (53. mínúta) Heldur betur að hitna í kolunum! Hér fara tvö rauð spjöld á loft. Ólafur fer upp í skot og er ýtt við honum en hann lendir afar illa og liggur sárþjáður. Róberti Sigurðarsyni er vikið af velli fyrir brotið en Guðmundur Sigurður Guðmundsson fer sömu leið fyrir að ýta við Róberti eftir að aukakast var dæmt.23-21 (53. mínúta): Kemur ekki að sök. Mindaugas með frábæra línusendingu inn á Ihor sem minnkar muninn niður í tvö mörk.23-20 (52. mínúta): Klaufalegt, Stjarnan stillir upp í langa sókn til að reyna að slíta upp vörn Akureyringa en boltinn er dæmdur af þeim, lína segir dómaraparið. Ingimundur tekur leikhlé til að róa leikinn og er því mark sem Akureyringar skora sekúndu síðar dæmt ógilt. Gæti reynst dýrkeypt.22-19 (50. mínúta): Tvær mínútur dæmdar á Kristján Orra fyrir að rífa Ólaf niður í loftinu. Góð rispa hér getur klárað þetta fyrir Garðbæinga.21-18 (48. mínúta): Grótta er að vinna með þremur mörkum út á Seltjarnarnesi og ætti því jafntefli að duga Garðbæingum eins og staðan er en það er neyðarúrræði.21-18 (47. mínúta): Einar tekur leikhlé enda leikurinn kominn aftur niður í þrjú mörk og Garðbæingar geta bara verið sáttir með það, markmaður liðsins er búinn að taka nokkra mikilvæga bolta og halda þessu forskoti.21-17 (45. mínúta): Ólafur Rafn heldur áfram að gera vel! Akureyringar stela boltanum og komast í hraðaupphlaup til að koma þessu í þriggja marka leik en Ólafur er ekki á því og ver skotið.21-16 (43. mínúta): Mikilvægt mark hjá Ara Magnúsi. Eftir tvö mörk frá gestunum í röð brýtur Ari sér leið í gegnum vörn Akureyringa og klárar. Gestirnir vilja fá dæmdan ruðning en fá ekkert.20-14 (40. mínúta): Andri Hjartar stelur boltanum og keyrir upp allan völlinn og klárar vel, munurinn kominn upp í sex mörk.18-14 (37. mínúta): Bergvin brýtur sér lei ðí gegnum vörnina og nær skotinu þótt að brotið sé á honum. Nú þurfa Akureyringar að herða skrúfurnar hinumegin á vellinum.17-13 (35. mínúta): Ólafur Rafn með tvær góðar vörslur í sömu sókninni en þegar Garðbæingar ætla að sækja hratt kasta þeir boltanum frá sér og Akureyringar refsa.17-12 (33. mínúta): Tvær góðar sóknir Stjörnumanna í röð, þeir stilla upp fyrir Ólaf í þeirri fyrri og koma svo boltanum á Garðar á línunni og hann klárar af harðfylgi.15-12 (31. mínúta): Mindaugas byrjar seinni hálfleikinn á að brjóta sér leið í gegnum vörn Stjörnunnar eftir fínt samspil. Hann öskrar á bekkinn og reynir að kveikja í liðsfélögunum.15-11 (Hálfleikur): Eins og staðan er núna eru Garðbæingar á leiðinni í úrslitakeppnina en staðan er jöfn á Seltjarnarnesi sem þýðir að Stjarnan færi upp í 8. sæti á innbyrðis viðureignum.15-11 (Hálfleikur): Eftir jafnan leik framan af settu heimamenn í lás seinustu mínúturnar og kláruðu leikhlutann á 5-0 kafla síðustu átta mínúturnar. Þeir fengu færi til að bæta við en Thomas varði skot Ara þegar lokasekúndurnar voru að klárast.15-11 (30. mínúta): Ódýr brottvísun á Sverri Eyjólfsson þýðir að Akureyringar klára fyrri hálfleikinn og hefja þann seinni manni fleiri. Ólafur Darri gerir vel og ver skot Akureyringa en vítakast dæmt og Andri Snær fer á línuna en Ólafur Darri tekur þann bolta líka.15-11 (28. mínúta): Fimm mörk í röð hjá Stjörnunni en Garðbæingar eru einfaldlega búnir að skella í lás í vörninni. Ólafur Rafn í markinu hefur varla þurft að taka bolta þessar síðustu sjö mínútur.14-11 (26. mínúta): Ingimundur tekur leikhlé, sóknarleikur Akureyringa hefur verið staður og hafa menn verið ragir við að fara sjálfir en á sama tíma eru Garðbæingar að spila góða vörn og að klára vel í sókn.13-11 (25. mínúta): Sverrir Eyjólfsson vinnur boltann í vörninni og er fljotur að átta sig á að Akureyringar eru með aukamann í sókninni og því enginn í markinu. Hann kemur heimamönnum tveimur mörkum yfir í fyrsta sinn í leiknum.11-11 (22. mínúta): Fyrrum skíðakappinn Brynjar Jökull með áhugaverð varnartilbrigði. Hann hoppar og grípur í sóknarmanninn með tilburðum sem NFL-varnarmaður væri stoltur af, gaf honum hálfgert bangaknús. Fær réttilega tvær mínútur fyrir þetta og er því kominn á hálan ís með tvær brottvísanir.10-10 (21. mínúta): Garðbæingar koma boltanum inn á Garðar á línunni sem er nautsterkur og krækir yfirleitt í vítakast ef hann klárar ekki færið líkt og nú. Hann er kominn með þrjú mörk, öll af vítalínunni og staðan er jöfn á ný.8-9 (19. mínúta): Sverrir fær frábæra línusendingu og er einn á auðum sjó inn á línunni en Thomas les það vel. Akureyringar reyna að keyra hratt en Sveinbjörn nær að loka á Andra Snæ hinumegin og halda þessu í eins marka leik.8-9 (17. mínúta): Önnur brottvísun á Garðbæinga, nú er það Eyþór sem fær brottvísun fyrir ljótt brot og leika Garðbæingar tveimur mönnum færri næstu 40. sekúndurnar.7-8 (16. mínúta): Liðin skiptast á mörkum þessa stundina, nú kemur Brynjar Hólm af fullum krafti upp völlinn og klárar sóknina sjálfur en er ýtt af nafna sínum, Brynjari Jökli í vörn Stjörnunnar og liggur eftir. Hann lendir eitthvað illa og fær Brynjar Jökull tvær mínútur fyrir brotið.7-6 (12. mínúta): Tvær sóknir Garðbæinga í röð sem Akureyringar sofna gjörsamlega á verðinum í vörninni. Í fyrra skiptið er höndin komin upp hjá dómurunum þegar Sverrir fær frábæra línusendingu og nú fær Eyþór greiða braut í gegnum miðja vörnina.5-5 (10. mínúta): Ólafur Gústafsson er búinn að dansa á línunni með að kvarta í dómaratvíeykinu og nú fær hann fyrstu brottvísun sína um leið og Sigþór Árni nælir í vítakast. Árni fer á línuna og jafnar metin.4-4 (8. mínúta): Heimamenn aðeins farnir að finna taktinn í sóknarleiknum. Garðar jafnar metin af vítalínunni.1-3 (6. mínúta): Brynjar of seinn að koma út og mæta Bergvini sem fær gott skotfæri og setur boltann í fjærhornið. Akureyringar byrja af krafti.1-2 (4. mínúta): Garðbæingar halda að þeir hafi unnið boltann og halda í sókn en sjá ekki að brot er dæmt á þá. Akureyringar nýta sér það og fá auðvelt mark framhjá Ólafi sem horfir enn furðu lostinn á dómarana þegar leikmaðurinn fer framhjá honum.1-0 (1. mínúta): Ólafur Gústafsson stelur boltanum og klárar hraðaupphlaupið sjálfur. Garðbæingar spila fasta vörn og Róbert haltarar af velli eftir fyrstu sóknina. Í næstu sókn kennir Mindaugas sér meins en er fljótur af stað á nýjan leik.0-0 (1. mínúta): Við erum farin af stað. Heimamenn hefja leik fyrir framan sirka 150-200 manns.Fyrir leik: Greinilegt að það er enn vetrarharka fyrir norðan, ég tel fimm leikmenn með snúð/tagl á hausum Akureyringa. Aðeins tveir Garðbæingar sem skarta tagli. Gestirnir með forskotið í þeim málunum.Fyrir leik: Tilkynnt að Arnþór Gylfi Finnsson verði ekki á leikskýrslu hjá Norðanmönnum en þeir voru með fimmtán á skýrslu. Líklegast einhver tæpur hjá þeim sem ætlar að taka slaginn.Fyrir leik: Gamla varnarbuffið Ingimundur Ingimundarson, núverandi þjálfari Akureyringa, labbar um þungur á brún. Hann væri eflaust til í að fá að spila þennan leik og buffa aðeins á Garðbæingum. Fyrir leik: Fyrirfram héldu eflaust margir að Norðanmenn yrðu fallnir á þessum tímapunkti en þeir sýndu heilmikinn karakter og náðu í stig á heimavelli Eyjamanna á fimmtudaginn.Fyrir leik: 25 mínútum fyrir leik eru fyrstu áhorfendurnir að mæta í hús. Ég var í bölvuðu veseni með að finna stæði svo ég átti von á betri mætingu en það er vonandi að hér verði einhver læti.Fyrir leik: Að sama skapi gætu nýliðar Stjörnunnar komist í úrslitakeppnina með jafntefli í kvöld mistakist Fram að ná einhverju úr leiknum gegn Gróttu en liðið sem hafnar í áttunda sæti mætir deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir leik: Það er fallfnykur í loftinu en það gæti farið svo að bæði liðin falli í vor. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni. Fyrir leik: Stig í kvöld gæti dugað Stjörnunni upp í 8. sæti deildarinnar en Stjarnan á innbyrðis viðureignirnar gegn Fram sem er einu stigi fyrir ofan Stjörnuna þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur til leiks úr Mýrinni í Garðabænum þar sem Stjarnan tekur á móti Akureyri í lokaumferð Olís-deildar karla. Nú er komið að kveðjustund og allt annað en sigur í dag fellir Akureyringa.
Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira