Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 11:13 WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen. WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. Eigandinn, Skúli Mogensen, stefnir að því að tvöfalda farþegafjöldann upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru aðeins tæp fimm ár frá því WOW fór í sitt sitt fyrsta flug en það var til Parísar vorið 2012. Fyrir tveimur árum hóf félagið Ameríkuflug, fékk þotur af gerðinni Airbus A-321, og í fyrra komu svo fyrstu breiðþoturnar af gerðinni Airbus A-330 um leið og vesturströnd Ameríku bættist við.Airbus A-330 breiðþota WOW Air.Vísir/Steingrímur ÞórðarsonOg nú er Skúli Mogensen búinn að gera enn einn risasamninginn. „Þetta er stærsta pöntun sem við höfum gert til þessa,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. Sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar 365 sæta Airbus A330-900neo breiðþotur, en listaverð hverrar vélar er um 32 milljarðar króna, á við Búðarhálsvirkjun. Flugflotinn fer upp í 24 vélar fyrir lok næsta árs. Félagið er nú með 17 þotur, var með 12 í fyrra. Langdrægni nýju vélanna býður upp á spennandi tækifæri. „Það er það sem er áhugavert. Þá getum við bókstaflega skoðað allan hnöttinn sem tilvonandi áfangastaði.“ Skúli vill ekki nefna hvaða borgir séu í sigtinu en við spyrjum um Asíu: „Asía er mjög spennandi markaður. Bæði erum við að sjá nú þegar mikinn vöxt þaðan til Íslands, þrátt fyrir að þaðan séu dýr fargöld og þú þarft að stoppa á 1-2 áfangastöðum til að komast hingað. Þannig að við erum að horfa hýru auga til Asíu.“ Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.Vísir/vilhelmHann fæst ekki til að gefa upp hvort Kína og Japan séu sérstaklega til skoðunar. „Það kemur allt í ljós. Í augnablikinu erum við bara að fagna því að vera að bæta við Miami á miðvikudaginn, fyrsta flug til Miami á miðvikudaginn. Svo erum við að fara til Pittsburgar, við vorum að kynna Chicago, erum að fara að fljúga til Brussel, Edinborgar og svo framvegis. Þannig að þetta er bara áframhaldandi hlaup, - og flug.“ Svo mikið er víst, það er stefnt á ævintýralegan vöxt. „Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fjölda farþega á næstu tveimur árum. Í ár erum við með þrjár milljónir farþega. Við gerum ráð fyrir að fara upp í sex milljónir farþega árið 2019,“ segir Skúli Mogensen.
WOW Air Tengdar fréttir Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. 28. febrúar 2017 09:51
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01