Heyrðu Dagur... Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 „Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
„Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun