Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 06:46 ,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun