Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar