Ó borg, mín borg, þú átt betra skilið Sævar Þór Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:04 Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar