Innlent

Hefja viðræður í vikunni

Svavar Hávarðsson skrifar
Vinnslu á Akranesi verður hætt að óbreyttu.
Vinnslu á Akranesi verður hætt að óbreyttu. Fréttablaðið/Eyþór
Viðræður fulltrúa Akranesbæjar, HB Granda og Faxaflóahafna hefjast formlega í vikunni, hafa aðilar sæst á. Þá hefst vinna við að greina það hvort landvinnslu HB Granda verður haldið áfram á Akranesi á grundvelli bættrar aðstöðu á staðnum fyrir fjölbreyttan rekstur fyrirtækisins.

Stórum spurningum þarf að svara. Ein er sú hvaða breytingar verða á landvinnslu HB Granda í Reykjavík verði af uppbyggingu á Akranesi. Eins og staðan er í dag getur fyrirtækið unnið allan sinn fisk í Reykjavík, en ekki á Akranesi.

Eins er spurt hvaða útgerðarform HB Grandi hafi í huga til lengri framtíðar. Fyrir aðeins þremur árum ætlaði fyrirtækið að leggja sérstaka áherslu á landvinnsluna, en draga úr vægi sjófrystingar. 

Fyrirtækið tilkynnti á fimmtudag að það ætlaði að setja smíði nýs frystitogara í útboð. Skipið er stórt – hefur lestarrými fyrir um þúsund tonn af frystum afurðum. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um smíðina liggi fyrir í byrjun maí og smíðinni ljúki í árslok 2019. HB Grandi gerir nú út þrjá frystitogara sem eru byggðir á árunum 1988-1992. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×