Vill losna við Klepps-nafnið Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Manda Jónsdóttir , deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Fréttablaðið/Ernir Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira