Innlent

Reykjanesbraut fær stjörnugjöf

Benedikt Bóas skrifar
Reykjanesbrautin verður til umfjöllunar á íbúafundi í Stapanum í kvöld.
Reykjanesbrautin verður til umfjöllunar á íbúafundi í Stapanum í kvöld. Fréttablaðið/GVA
 „Reykjanesbrautin fær minnst eina stjörnu en mest fimm stjörnur sem er hæsta einkunn,“ segir Steinþór Jónsson, formaður FÍB, um nýja úttekt FÍB um öryggi á vegum sem er gerð eftir stöðlum EuroRAP.

Allir vegir landsins hafa verið eknir og upplýsingar um þá skráðir í sérstakt kerfi sem gefur vegum og vegarköflum stjörnur. „Brautin er til dæmis fjórar stjörnur frá Keflavík til Reykjavíkur að mestu leyti en þrjár frá Reykjavík til Keflavíkur vegna ljósastauranna. Það eru engar öryggisgrindur um þá og auðvitað hefðu ljósastaurarnir átt að vera í miðjunni,“ segir Steinþór.

Bæjaryfirvöld og íbúar Reykjanesbæjar telja brýnt að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sem allra fyrst.„Stundum er hægt að laga Reykjanesbrautina með frekar litlum kostnaði. Veghaldarar geta brugðist við svörtu punktunum frá okkur og lagað sem mest fyrir minnsta pening,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×