Endurtekning Magnús Guðmundsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Ef eitthvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Þessi einföldu sannindi hafa stjórnmálamenn og allskyns hagsmunaðilar nýtt sér um allan heim um áraraðir. Líka á íslandi. Því miður virðist til að mynda einkavæðing bankanna á sínum tíma hafa verið þessu marki brennd. Blekkingavefurinn, sem nú hefur verið lyft af sölunni á Búnaðarbankanum, er nærtækt dæmi en þá var þjóðinni sagt oft og ítrekað að hlutirnir væru með allt öðrum hætti en þeir voru í raun og veru. Í Fréttablaðinu um helgina var einkar forvitnileg úttekt á fyrirbærinu falsfréttir. Einkum í tengslum við það hvernig þær áttu stóran þátt í að koma forseta Bandaríkjanna til valda og stýra almenningsálitinu í fjölmörgum samfélagslega mikilvægum málum. Falsfréttir eru ýmist upplognar fréttir sem vægast sagt vafasamir miðlar taka að sér að dreifa sem víðast eða fölsunin felst í því að afneita sannleikanum, halda því blákalt fram að sönn og vel unnin frétt sé uppspuni frá rótum. Þetta er augljóslega siðlaust með öllu en það stendur þó ekki í þeim sem slíkt stunda enda uppskeran oft ríkuleg. Ef eitthvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Þetta eru þau sannindi sem liggja að baki falsfréttum og beitingu þeirra. Þar er þetta einfaldlega tekið lengra og afleiðingarnar fyrir almenning geta reynst geigvænlegar. Og þó svo falskar fréttir á borð við þær sem áttu stóran þátt í að koma Donald Trump á forsetastól í Bandaríkjunum sé ekki að finna á Íslandi þá þurfum við að vera meðvituð um hættuna. Við þurfum líka að vera meðvituð um það að valdhafar, bæði kjörnir fulltrúar sem og þeir sem hafa völd í krafti fjármagns, hafa ýmsar leiðir til þess að móta almenningsálitið sér í hag. Þó svo slíkt eigi sér kannski ekki stað með fölskum fréttum á Íslandi, þá getur það hins vegar gerst með því að þegja yfir því sem skiptir máli eða beina athyglinni frá réttum og mikilvægum fréttum sem eiga ótvírætt erindi til almennings. Ágætt dæmi um þetta má sjá í greinaskrifum blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðið um einkavæðingu bankanna árið 2005. Fyrir greinaskrifin mátti Sigríður Dögg og þáverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, Sigurjón M. Egilsson, þola að verða fyrir holskeflu ófrægingar um vinnubrögð sem linnti ekki fyrr en umræðan snerist öll um allt annað en einkavæðinguna sjálfa. Á þessu og fölskum fréttum er auðvitað stigsmunur en ekki endilega eðlis því það er verið að hagræða, stýra og flýja sannleikann. Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir fjölmiðla og almenning sem situr eftir með sárt ennið. Þjóðinni sem í sífellu er sagt að draga lærdóm af því að vera plötuð upp úr skónum. En þeir sem plötuðu þjóðina og þeir sem áttu að gæta hagsmuna hennar – það fer eitthvað minna fyrir lærdómnum á þeim bæjum. Þessi krafa um að við eigum að læra af mistökum annarra er nefnilega að verða ansi þreytt. Við getum ekki látið bjóða okkur svona starfshætti stjórnmála og fulltrúa þeirra lengur. Því þjóðin er í raun löngu búin að læra, oft og endurtekið, að þeim sem fara með peninga og völd á Íslandi er því miður ekki alltaf treystandi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Ef eitthvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Þessi einföldu sannindi hafa stjórnmálamenn og allskyns hagsmunaðilar nýtt sér um allan heim um áraraðir. Líka á íslandi. Því miður virðist til að mynda einkavæðing bankanna á sínum tíma hafa verið þessu marki brennd. Blekkingavefurinn, sem nú hefur verið lyft af sölunni á Búnaðarbankanum, er nærtækt dæmi en þá var þjóðinni sagt oft og ítrekað að hlutirnir væru með allt öðrum hætti en þeir voru í raun og veru. Í Fréttablaðinu um helgina var einkar forvitnileg úttekt á fyrirbærinu falsfréttir. Einkum í tengslum við það hvernig þær áttu stóran þátt í að koma forseta Bandaríkjanna til valda og stýra almenningsálitinu í fjölmörgum samfélagslega mikilvægum málum. Falsfréttir eru ýmist upplognar fréttir sem vægast sagt vafasamir miðlar taka að sér að dreifa sem víðast eða fölsunin felst í því að afneita sannleikanum, halda því blákalt fram að sönn og vel unnin frétt sé uppspuni frá rótum. Þetta er augljóslega siðlaust með öllu en það stendur þó ekki í þeim sem slíkt stunda enda uppskeran oft ríkuleg. Ef eitthvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Þetta eru þau sannindi sem liggja að baki falsfréttum og beitingu þeirra. Þar er þetta einfaldlega tekið lengra og afleiðingarnar fyrir almenning geta reynst geigvænlegar. Og þó svo falskar fréttir á borð við þær sem áttu stóran þátt í að koma Donald Trump á forsetastól í Bandaríkjunum sé ekki að finna á Íslandi þá þurfum við að vera meðvituð um hættuna. Við þurfum líka að vera meðvituð um það að valdhafar, bæði kjörnir fulltrúar sem og þeir sem hafa völd í krafti fjármagns, hafa ýmsar leiðir til þess að móta almenningsálitið sér í hag. Þó svo slíkt eigi sér kannski ekki stað með fölskum fréttum á Íslandi, þá getur það hins vegar gerst með því að þegja yfir því sem skiptir máli eða beina athyglinni frá réttum og mikilvægum fréttum sem eiga ótvírætt erindi til almennings. Ágætt dæmi um þetta má sjá í greinaskrifum blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðið um einkavæðingu bankanna árið 2005. Fyrir greinaskrifin mátti Sigríður Dögg og þáverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, Sigurjón M. Egilsson, þola að verða fyrir holskeflu ófrægingar um vinnubrögð sem linnti ekki fyrr en umræðan snerist öll um allt annað en einkavæðinguna sjálfa. Á þessu og fölskum fréttum er auðvitað stigsmunur en ekki endilega eðlis því það er verið að hagræða, stýra og flýja sannleikann. Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir fjölmiðla og almenning sem situr eftir með sárt ennið. Þjóðinni sem í sífellu er sagt að draga lærdóm af því að vera plötuð upp úr skónum. En þeir sem plötuðu þjóðina og þeir sem áttu að gæta hagsmuna hennar – það fer eitthvað minna fyrir lærdómnum á þeim bæjum. Þessi krafa um að við eigum að læra af mistökum annarra er nefnilega að verða ansi þreytt. Við getum ekki látið bjóða okkur svona starfshætti stjórnmála og fulltrúa þeirra lengur. Því þjóðin er í raun löngu búin að læra, oft og endurtekið, að þeim sem fara með peninga og völd á Íslandi er því miður ekki alltaf treystandi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. apríl.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun