Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 19:30 Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45