Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 19:30 Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Sjá meira
Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Sjá meira
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45