Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður ítarlega fjallað um hörmulegt rútuslys sem átti sér stað í Svíþjóð snemma í morgun og kostaði að minnsta kosti þrjá lífið. Í fréttunum verður einnig rætt við formann Landssambands lögreglumanna en sambandið vinnu nú að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB vegna breytinga á lífeyrisréttindum.

Á bæ í Grafningi er sauðburður hafinn, bóndanum til mikillar undrunar. Þar á bæ er fjárhundurinn Logi vakinn og sofinn yfir lömbunum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×