Innlent

Lögreglan varar við leigusvindli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Svindlararnir reyna að notfæra sér erfiðan leigumarkað hér á landi, segir lögregla.
Svindlararnir reyna að notfæra sér erfiðan leigumarkað hér á landi, segir lögregla.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við óprúttnum erlendum aðilum sem stunda það að svíkja fólk sem er í leit að leiguíbúðum. Þeir fái fólk til þess að greiða leigu fyrir fram og senda greiðsluna erlendis.

Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar að nokkuð hafi borið á auglýsingum frá þessum aðilum, til dæmis á mbl.is og bland.is en að lögreglan sé í mjög góðu samstarfi við að láta loka á slíkar auglýsingar. Aðferðafræði svikahrappanna er nánast eins í öllum tilvikum og staðlaður texti notaður.

Íslendingar hafa lent í svindlurunum en erlendir íbúar eru í sérstökum áhættuhóp, segir lögregla.

„Kannið hvort að íbúðin sé til og farið jafnvel að skoða aðstæður. Ef viðkomandi lofar öllu fögru og segir hluti eins og þetta eigi allt að fara í gegn um Airbnb en það fer samt ekki í gegn um þjónustusíður Airbnb þá er verið að plata ykkur. Ef ykkur grunar að auglýsing sé svindl, sendið okkur skilaboð, annað hvort hingað eða á abendingar@lrh.is.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×