Erlent

Segir sænsku þjóðina harmi slegna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá haustinu 2014.
Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá haustinu 2014. Vísir/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. Meirihluti farþega voru grunnskólanemendur á leið í skíðaferð.

„Ég og þjóðin öll er harmi slegin,“ sagði Löfven í yfirlýsingu vegna slyssins. Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda eftir slysið.“

Um 60 farþegar voru um borð, þar af 52 grunnskólanemendur en rútan valt á vegakafla á milli Sveg og Fågsjö í morgun. Þrír hafa verið úrskurðaðir látnir og talið er að um 30 séu slasaðir.

„Sorgin er ólýsanleg fyrir þá sem hafa fengið fregnir af dauðsföllum, sársaukinn er ólýsanlegur fyrir þá sem bíða eftir fregnum.“

Tildrög slyssins eru ókunn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×