Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 22:32 Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly. Vísir/Getty Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira