Stóraukin útgjöld en krafa um aðhald Sveinn Arnarson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fjármálaáætlun er nú lögð fram í annað sinn. Vísir/Anton Brink Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15