Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2017 23:42 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Netflix-serían 13 Reasons Why hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd þann 31. mars síðastliðinn. Hún hefur þó líka komið af stað umræðu um viðkvæm málefni á borð við þunglyndi, kynferðisofbeldi og sjálfsmorð. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé „hættulegt“ og að fjöldi símtala og tölvupósta til samtakanna hafi aukist verulega. Skeytin séu beintengd þáttunum, þ.á.m. frá áhyggjufullum foreldrum og skólayfirvöldum sem eru uggandi yfir efninu og áhrifum þess á ungt fólk. Shannon Purser, sem fer með hlutverk Barb í Stranger Things, annarri vinsælli þáttaröð úr smiðju Netflix, tjáði sig um málið á Twitter-aðgangi sínum. Purser hefur sjálf glímt við þunglyndi en hún varar þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum eða hafa verið beittir kynferðisofbeldi við því að horfa á þættina:I would advise against watching 13 Reasons Why if you currently struggle with suicidal thoughts or self harm/have undergone sexual assault.— Shannon Purser (@shannonpurser) April 18, 2017 Á framleiðendum hvílir ákveðin ábyrgð Purser ítrekar þó að margt gott leynist í þáttaröðinni og að hún geti verið einhverjum hjálpleg. Kristen Douglas, forstöðumaður skólastuðningsdeildar Headspace, tekur undir orð Purser en hamrar öðru fremur á því að umfjöllunin geti leitt til „erfiðra viðbragða hjá áhorfendum.“ Hún sagði einnig mikilvægt að ofureinfalda ekki hugtakið „sjálfsmorð“ með því að gefa í skyn að aðeins eitt vandamál, t.d. það að vera lagður í einelti, geti verið rót vandans. „Óábyrg umfjöllun um sjálfsmorð getur valdið dauðsföllum í framtíðinni,“ bætti hún við í samtali við áströlsku útgáfu Huffington Post.Formaður Head Space, Steven Leicester, bætti við að „þeir sem senda út sjónvarpsefni bera ábyrgð á því að þekkja það sem þeir eru að sýna og áhrifin sem ákveðið efni getur haft á áhorfendur, og þá helst unga áhorfendur.“ Netflix Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Netflix-serían 13 Reasons Why hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd þann 31. mars síðastliðinn. Hún hefur þó líka komið af stað umræðu um viðkvæm málefni á borð við þunglyndi, kynferðisofbeldi og sjálfsmorð. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé „hættulegt“ og að fjöldi símtala og tölvupósta til samtakanna hafi aukist verulega. Skeytin séu beintengd þáttunum, þ.á.m. frá áhyggjufullum foreldrum og skólayfirvöldum sem eru uggandi yfir efninu og áhrifum þess á ungt fólk. Shannon Purser, sem fer með hlutverk Barb í Stranger Things, annarri vinsælli þáttaröð úr smiðju Netflix, tjáði sig um málið á Twitter-aðgangi sínum. Purser hefur sjálf glímt við þunglyndi en hún varar þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum eða hafa verið beittir kynferðisofbeldi við því að horfa á þættina:I would advise against watching 13 Reasons Why if you currently struggle with suicidal thoughts or self harm/have undergone sexual assault.— Shannon Purser (@shannonpurser) April 18, 2017 Á framleiðendum hvílir ákveðin ábyrgð Purser ítrekar þó að margt gott leynist í þáttaröðinni og að hún geti verið einhverjum hjálpleg. Kristen Douglas, forstöðumaður skólastuðningsdeildar Headspace, tekur undir orð Purser en hamrar öðru fremur á því að umfjöllunin geti leitt til „erfiðra viðbragða hjá áhorfendum.“ Hún sagði einnig mikilvægt að ofureinfalda ekki hugtakið „sjálfsmorð“ með því að gefa í skyn að aðeins eitt vandamál, t.d. það að vera lagður í einelti, geti verið rót vandans. „Óábyrg umfjöllun um sjálfsmorð getur valdið dauðsföllum í framtíðinni,“ bætti hún við í samtali við áströlsku útgáfu Huffington Post.Formaður Head Space, Steven Leicester, bætti við að „þeir sem senda út sjónvarpsefni bera ábyrgð á því að þekkja það sem þeir eru að sýna og áhrifin sem ákveðið efni getur haft á áhorfendur, og þá helst unga áhorfendur.“
Netflix Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira