Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10 í gær. vísir/epa Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00
Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09