Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 12:09 Jeremy Corbyn og Nicola Sturgeon á fundi í Frakklandi í fyrra. Vísir/getty Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55