Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 09:47 Frá vettvangi í Reykjanesbæ í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00