Veiðiklúbburinn Strengur Jim Ratcliffe skrifar 18. apríl 2017 07:00 Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. Það gæti hjálpað til við að útskýra þátttöku mína ef ég segði frá bakgrunni mínum og lífsskoðunum. Ég hef skapað mína auðlegð sjálfur. Ég ólst upp í fátækum hluta Manchester. Ég hef borið gæfu til að byggja upp mjög farsælt fyrirtæki og á grundvelli þess árangurs er ég í aðstöðu til að hjálpa til á sviðum sem ég tel að eigi skilið athygli. Augljóslega get ég ekki gert allt en á ferðum mínum hef ég oftsinnis komið til bæði Íslands og suðurhluta Afríku og það er augljóst að á báðum stöðum eru náttúruverndarverkefni sem vert er að styðja við. Þessi verkefni snúast eingöngu um að gera jörðinni okkar dálítið gagn. Á Íslandi eru margar af bestu laxveiðiám heims. Og laxinn er sannarlega sérstæðasti og aðdáunarverðasti fiskur í heimi. Ferðalagið sem hann leggur í yfir Atlantshafið og upp eftir mörgum óárennilegustu ám heimsins er á mörkum þess sem hægt er að trúa. Laxinn lifir af í sjó og ferskvatni. Hann kemst hjá alls kyns hungruðum rándýrum í hafi, allt frá selum og höfrungum til hákarla og þegar hann nær á endanum upp í árnar mæta honum flúðir, fossar og klettar. Að lokum, eftir að hafa fundið maka og helgað sér hyl í ánni, fastar hann í 8 mánuði og þarf að berja af sér keppinauta. Ef um heppinn lax er að ræða fær hann að endurtaka þetta ævintýri nokkrum sinnum. Þetta eru einungis fáeinar ástæður þess að laxinn nýtur virðingar svo víða. En laxinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.Markmiðið að finna sjálfbæra lausnMeginmarkið verkefnis veiðiklúbbsins Strengs er að vernda þessa einstöku tegund. Markmiðið er einnig að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðarframlög eru ekki lausnin. Sportveiði skapar miklar tekjur, sér í lagi á Íslandi sem hefur yfir að ráða mörgum af bestu sportveiðiám heims. Hún færir bændum á svæðinu aukatekjur en ekki er síður mikilvægt að hún fjármagnar verkefni á sviði náttúruverndar í ánum. Þetta þýðir byggingu laxastiga, lagningu vega að veiðistöðum, stuðning við rannsóknir og eftirlit með laxfiskum auk byggingu vandaðra veiðihúsa. Allt skapar þetta aðstæður fyrir fyrsta flokks tómstundaiðju á Íslandi. Hið góða við laxastiga er að þeir stækka hrygningarsvæði með því að gera svæði ofar í ám aðgengileg sem þýðir fleiri laxa. Við höfum þá trú að sportveiðar séu ásættanlegar meðan þær eru stundaðar af virðingu. Sleppa þarf öllum fiski gætilega aftur út í árnar, forðast á ofveiði í ám og veiði ekki leyfð í ám á hrygningartímabili. Einungis fluguveiði leyfð og allt annað agn bannað. Einnig gerum við allt sem í okkar valdi stendur til þess að mengunarvaldar komist aldrei í ár og þá sérstaklega kemísk efni sem notuð eru í landbúnaði því laxinn er mjög viðkvæmur fyrir öllum slíkum efnum. Hér hef ég lýst hugmyndafræðilegri nálgun okkar varðandi verndun laxa en hvað hefur þetta þýtt í raun? Við höfum keypt jarðir í nágrenni við ár á Norðausturlandi, sér í lagi kringum Vopnafjörð, til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands. Í lok árs 2016 fjárfestum við líka í Grímsstöðum sem við eigum í félagi við íslenska ríkið og fleiri. Þó að mestu sé um að ræða óbyggt hálendi nær svæðið yfir stóran hluta vatnasvæðis áa á norðausturhluta landsins. Tilgangur þessara kaupa er einungis að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi þessara mikilvægu áa. Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund. Fyrir frekari upplýsingar á https://www.sela.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. Það gæti hjálpað til við að útskýra þátttöku mína ef ég segði frá bakgrunni mínum og lífsskoðunum. Ég hef skapað mína auðlegð sjálfur. Ég ólst upp í fátækum hluta Manchester. Ég hef borið gæfu til að byggja upp mjög farsælt fyrirtæki og á grundvelli þess árangurs er ég í aðstöðu til að hjálpa til á sviðum sem ég tel að eigi skilið athygli. Augljóslega get ég ekki gert allt en á ferðum mínum hef ég oftsinnis komið til bæði Íslands og suðurhluta Afríku og það er augljóst að á báðum stöðum eru náttúruverndarverkefni sem vert er að styðja við. Þessi verkefni snúast eingöngu um að gera jörðinni okkar dálítið gagn. Á Íslandi eru margar af bestu laxveiðiám heims. Og laxinn er sannarlega sérstæðasti og aðdáunarverðasti fiskur í heimi. Ferðalagið sem hann leggur í yfir Atlantshafið og upp eftir mörgum óárennilegustu ám heimsins er á mörkum þess sem hægt er að trúa. Laxinn lifir af í sjó og ferskvatni. Hann kemst hjá alls kyns hungruðum rándýrum í hafi, allt frá selum og höfrungum til hákarla og þegar hann nær á endanum upp í árnar mæta honum flúðir, fossar og klettar. Að lokum, eftir að hafa fundið maka og helgað sér hyl í ánni, fastar hann í 8 mánuði og þarf að berja af sér keppinauta. Ef um heppinn lax er að ræða fær hann að endurtaka þetta ævintýri nokkrum sinnum. Þetta eru einungis fáeinar ástæður þess að laxinn nýtur virðingar svo víða. En laxinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.Markmiðið að finna sjálfbæra lausnMeginmarkið verkefnis veiðiklúbbsins Strengs er að vernda þessa einstöku tegund. Markmiðið er einnig að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðarframlög eru ekki lausnin. Sportveiði skapar miklar tekjur, sér í lagi á Íslandi sem hefur yfir að ráða mörgum af bestu sportveiðiám heims. Hún færir bændum á svæðinu aukatekjur en ekki er síður mikilvægt að hún fjármagnar verkefni á sviði náttúruverndar í ánum. Þetta þýðir byggingu laxastiga, lagningu vega að veiðistöðum, stuðning við rannsóknir og eftirlit með laxfiskum auk byggingu vandaðra veiðihúsa. Allt skapar þetta aðstæður fyrir fyrsta flokks tómstundaiðju á Íslandi. Hið góða við laxastiga er að þeir stækka hrygningarsvæði með því að gera svæði ofar í ám aðgengileg sem þýðir fleiri laxa. Við höfum þá trú að sportveiðar séu ásættanlegar meðan þær eru stundaðar af virðingu. Sleppa þarf öllum fiski gætilega aftur út í árnar, forðast á ofveiði í ám og veiði ekki leyfð í ám á hrygningartímabili. Einungis fluguveiði leyfð og allt annað agn bannað. Einnig gerum við allt sem í okkar valdi stendur til þess að mengunarvaldar komist aldrei í ár og þá sérstaklega kemísk efni sem notuð eru í landbúnaði því laxinn er mjög viðkvæmur fyrir öllum slíkum efnum. Hér hef ég lýst hugmyndafræðilegri nálgun okkar varðandi verndun laxa en hvað hefur þetta þýtt í raun? Við höfum keypt jarðir í nágrenni við ár á Norðausturlandi, sér í lagi kringum Vopnafjörð, til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands. Í lok árs 2016 fjárfestum við líka í Grímsstöðum sem við eigum í félagi við íslenska ríkið og fleiri. Þó að mestu sé um að ræða óbyggt hálendi nær svæðið yfir stóran hluta vatnasvæðis áa á norðausturhluta landsins. Tilgangur þessara kaupa er einungis að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi þessara mikilvægu áa. Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund. Fyrir frekari upplýsingar á https://www.sela.is
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun