Segja þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá vera ógilda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar fólki eftir að hafa beðið við Eyup Sultan moskuna í Istanbul í gær. Hann fær aukin völd samkvæmt niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um helgina. Vísir/EPA Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53
Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55
Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44
Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37