Erlent

Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands Vísir/EPA
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi ættu að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.

„Í ljósi þess hve mjótt var á munum og hve miklar breytingar eru fyrirhguaðar á stjórnarskránni biðjum við tyrknesk yfirvöld að sækjast eftir eins víðtækri sátt um breytingarnar og hægt er,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórninni.

Þar segir einnig að Evrópusambandið muni fylgjast vel með framkvæmd breytinganna vegna þess að Tyrkland er í umsóknarferli um aðild að ESB. Þá muni sambandið bíða eftir niðurstöðum frá eftirlitsstofnunum vegna ásakanna stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi um að brögð hafi verið í tafli við framkvæmd kosninganna.

Tyrkland, sem sótti um aðild að Evrópusambandinu árið 2005, hefur gegnt lykilhlutverki við móttöku flóttafólks, þar sem landið er með landamæri að Sýrlandi.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins.

Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla.


Tengdar fréttir

Kosið um forsetaræði í Tyrklandi

Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd.

„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands

Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×