„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2017 18:37 Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum þegar 96 prósent atkvæða hafa verið talin eru 51,3 prósent fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum en 48,6 prósent á móti. Stjórnandstæðingar hafa þegar óskað eftir endurtalningu. Erdogan er sigurvegari dagsins og mun hann nú fá aukin völd í hendurnar.Vísir/EPAÍ þjóðaratkvæðagreiðslunni er kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Recep Tayyip Erdoğan forseti landsins hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Kjósendur þurfa að svara því hvort þeir vilji leggja niður lýðræðið í núverandi mynd og taka upp forsetaræði eftir 94 ár af lýðveldi. Stjórnandstæðingar í Tyrklandi segja að stjórnin hafi ekki komið með fullnægjandi rök fyrir því hvers vegna þessar breytingar séu yfir höfuð nauðsynlegar. Feneyjarnefndin, sem er ráðgefandi stofnun Evrópuráðsins í málefnum er varða stjórnskipun ríkja, hefur gagnrýnt tillögurnar og sagt þær mikið skref aftur á bak.Herdís Þorgeirsdóttir er einn þriggja varaforseta Feneyjarnefndarinnar og fundaði með tyrkneskum embættismönnum í Ankara vegna álits Feneyjarnefndarinnar á stjórnarskrárbreytingunum í Tyrklandi.Herdís Þorgeirsdóttir er einn þriggja varaforseta Feneyjarnefndarinnar og fundaði með tyrkneskum embættismönnum í Ankara vegna málsins. „Ríkjum er í sjálfsvald sett að breyta sinni stjórnskipun en það verður að fylgja ákveðnum skilyrðum. Það verður að tryggja að réttarríkið sé áfram við lýði og þrígreining ríkisvaldsins sé tryggð og það sé innbyggt aðhald í stjórnkerfinu. Það er ekki gert með þessum breytingum. Feneyjarnefndin hefur miklar áhyggjur af þessum breytingum því þetta er mikil afturför fyrir lýðræðið í landinu. Þetta er stór skref afturábak um ófyrirséðan tíma. Nefndin talaði um í sínum lokaorðum, sem Erdogan var ekki ánægðu með, að þetta væri úrkynjað ferli,“ segir Herdís í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur hefur fylgst náið með þróun mála í Tyrklandi en faðir hennar er Tyrki sem settist hér að áður en hún fæddist. „Það er bara verið að færa völdin til forseta frá þinginu. Þetta snýst eiginlega bara um það að Erdogan er að sækja sér meiri völd og þrískipting ríkisvaldsins virðist í raun vera að hverfa. Þetta er svolítið einn maður með öll völdin. Manni finnst eins og þetta sé að þróast í átt til einræðis,“ segir Sema Erla. Þeir sem styðja stjórnarskrárbreytingarnar hafa fengið miklu meiri útsendingartíma í fjölmiðlum en þeir sem vilja fella þær. Í Economist kemur fram að könnun á 168,5 klukkustundum af umfjöllun um tillögurnar á sautján tyrkneskum sjónvarpsstöðvum í byrjun mars hefði leitt í ljós að stuðningsmenn tillagnanna og þar með stuðningsmenn Erdogans hefðu fengið 90 prósent af útsendingartímanum. Sema Erla segist telja líklegt að tillögurnar verði samþykktar. „Ég verð sannfærðari með hverri mínútunni að þetta verði samþykkt. Það er búinn að vera stanslaus áróður töluvert lengi. Það virðist ekkert ætla að geta komið í veg fyrir að þetta verði samþykkt og við munum vakna á morgun og þessi dagur fer sem sorgardagur í sögubækurnar,“ segir Sema Erla. Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kosið um stjórnskipan Tyrklands: Kannanir sýna að tæpur meirihluti vill auka völd Erdogan Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan Tyrklands verður haldin á morgun, en forseti landsins berst fyrir því að auka völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins. 15. apríl 2017 23:30 Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Bana al-Abed vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir lýsingar sínar á Twitter á ástandinu í Sýrlandi. Bók hennar kemur út í Bandaríkjunum í haust. 14. apríl 2017 15:14 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum þegar 96 prósent atkvæða hafa verið talin eru 51,3 prósent fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum en 48,6 prósent á móti. Stjórnandstæðingar hafa þegar óskað eftir endurtalningu. Erdogan er sigurvegari dagsins og mun hann nú fá aukin völd í hendurnar.Vísir/EPAÍ þjóðaratkvæðagreiðslunni er kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Recep Tayyip Erdoğan forseti landsins hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Kjósendur þurfa að svara því hvort þeir vilji leggja niður lýðræðið í núverandi mynd og taka upp forsetaræði eftir 94 ár af lýðveldi. Stjórnandstæðingar í Tyrklandi segja að stjórnin hafi ekki komið með fullnægjandi rök fyrir því hvers vegna þessar breytingar séu yfir höfuð nauðsynlegar. Feneyjarnefndin, sem er ráðgefandi stofnun Evrópuráðsins í málefnum er varða stjórnskipun ríkja, hefur gagnrýnt tillögurnar og sagt þær mikið skref aftur á bak.Herdís Þorgeirsdóttir er einn þriggja varaforseta Feneyjarnefndarinnar og fundaði með tyrkneskum embættismönnum í Ankara vegna álits Feneyjarnefndarinnar á stjórnarskrárbreytingunum í Tyrklandi.Herdís Þorgeirsdóttir er einn þriggja varaforseta Feneyjarnefndarinnar og fundaði með tyrkneskum embættismönnum í Ankara vegna málsins. „Ríkjum er í sjálfsvald sett að breyta sinni stjórnskipun en það verður að fylgja ákveðnum skilyrðum. Það verður að tryggja að réttarríkið sé áfram við lýði og þrígreining ríkisvaldsins sé tryggð og það sé innbyggt aðhald í stjórnkerfinu. Það er ekki gert með þessum breytingum. Feneyjarnefndin hefur miklar áhyggjur af þessum breytingum því þetta er mikil afturför fyrir lýðræðið í landinu. Þetta er stór skref afturábak um ófyrirséðan tíma. Nefndin talaði um í sínum lokaorðum, sem Erdogan var ekki ánægðu með, að þetta væri úrkynjað ferli,“ segir Herdís í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur hefur fylgst náið með þróun mála í Tyrklandi en faðir hennar er Tyrki sem settist hér að áður en hún fæddist. „Það er bara verið að færa völdin til forseta frá þinginu. Þetta snýst eiginlega bara um það að Erdogan er að sækja sér meiri völd og þrískipting ríkisvaldsins virðist í raun vera að hverfa. Þetta er svolítið einn maður með öll völdin. Manni finnst eins og þetta sé að þróast í átt til einræðis,“ segir Sema Erla. Þeir sem styðja stjórnarskrárbreytingarnar hafa fengið miklu meiri útsendingartíma í fjölmiðlum en þeir sem vilja fella þær. Í Economist kemur fram að könnun á 168,5 klukkustundum af umfjöllun um tillögurnar á sautján tyrkneskum sjónvarpsstöðvum í byrjun mars hefði leitt í ljós að stuðningsmenn tillagnanna og þar með stuðningsmenn Erdogans hefðu fengið 90 prósent af útsendingartímanum. Sema Erla segist telja líklegt að tillögurnar verði samþykktar. „Ég verð sannfærðari með hverri mínútunni að þetta verði samþykkt. Það er búinn að vera stanslaus áróður töluvert lengi. Það virðist ekkert ætla að geta komið í veg fyrir að þetta verði samþykkt og við munum vakna á morgun og þessi dagur fer sem sorgardagur í sögubækurnar,“ segir Sema Erla.
Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kosið um stjórnskipan Tyrklands: Kannanir sýna að tæpur meirihluti vill auka völd Erdogan Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan Tyrklands verður haldin á morgun, en forseti landsins berst fyrir því að auka völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins. 15. apríl 2017 23:30 Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Bana al-Abed vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir lýsingar sínar á Twitter á ástandinu í Sýrlandi. Bók hennar kemur út í Bandaríkjunum í haust. 14. apríl 2017 15:14 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Kosið um stjórnskipan Tyrklands: Kannanir sýna að tæpur meirihluti vill auka völd Erdogan Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan Tyrklands verður haldin á morgun, en forseti landsins berst fyrir því að auka völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins. 15. apríl 2017 23:30
Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Bana al-Abed vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir lýsingar sínar á Twitter á ástandinu í Sýrlandi. Bók hennar kemur út í Bandaríkjunum í haust. 14. apríl 2017 15:14
Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04
Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20