Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 15:02 Erdogan, Tyrklandsforseti, á kjörstað í dag. Hann er fylgjandi breytingunum. Vísir/EPA Kosningu er lokið í Tyrklandi og kjörstöðum hefur þar með verið lokað, en talning atkvæða hefur hafist. BBC greinir frá. Atkvæðagreiðslan snýst um hvort breyta eigi stjórnskipan Tyrklands og færa forsetaembættinu aukin völd, á kostnað þingsins. Ef tyrkneska þjóðin segir já, verður Tyrkland að forsetaræði. Stuðningsmenn segja að stjórnkerfi landsins yrði þá líkt því stjórnarfari sem þekkist í Bandaríkjunum og Frakklandi. Andstæðingar tillögunnar hafa þó bent á að samkvæmt tillögunni sem kosið er um, yrði stjórnkerfi landsins, ekkert í líkingu við stjórnkerfi Frakklands og Bandaríkjanna, þar sem þrískipting ríkisvaldsins kemur í veg fyrir að forsetinn geti misbeitt valdi sínu. Ekki er gert ráð fyrir því í Tyrklandi í tillögunni sem kosið var um í dag. Verði hún samþykkt mun forseti landsins geta rofið þing, skipað ráðherra og dómara, auk þess sem hann gæti gefið út tilskipanir. Búist er við fyrstu tölum síðar í kvöld. Uppfært kl. 15:25.Samkvæmt heimildum NTV sjónvarpsstöðvarinnar benda fyrstu tölur til þess að tillagan um stjórnkerfisbreytingar verði samþykkt. Segir í frétt NTV, sem Reuters greinir frá, að 63,2 prósent kjósenda hafi sagt já, en 36,8 prósent séu tillögunni mótfallnir. Enn á þó eftir telja mun fleiri atkvæði, en talningu um fjórðungs atkvæða er lokið. Verði úrslit kosninganna með þessum hætti, er ljóst að stjórnkerfi landsins verður gjörbreytt, með meiri völdum forsetaembættisins, á kostnað þingsins. Uppfært kl. 16:35.Samkvæmt heimildum Reuters er talningu um 90 prósenta atkvæða nú lokið. Tæpur meirihluti þjóðarinnar, eða 52,8 prósent styður breytingar á stjórnkerfi landsins, en ljóst er að afar mjótt er á munum. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Kosningu er lokið í Tyrklandi og kjörstöðum hefur þar með verið lokað, en talning atkvæða hefur hafist. BBC greinir frá. Atkvæðagreiðslan snýst um hvort breyta eigi stjórnskipan Tyrklands og færa forsetaembættinu aukin völd, á kostnað þingsins. Ef tyrkneska þjóðin segir já, verður Tyrkland að forsetaræði. Stuðningsmenn segja að stjórnkerfi landsins yrði þá líkt því stjórnarfari sem þekkist í Bandaríkjunum og Frakklandi. Andstæðingar tillögunnar hafa þó bent á að samkvæmt tillögunni sem kosið er um, yrði stjórnkerfi landsins, ekkert í líkingu við stjórnkerfi Frakklands og Bandaríkjanna, þar sem þrískipting ríkisvaldsins kemur í veg fyrir að forsetinn geti misbeitt valdi sínu. Ekki er gert ráð fyrir því í Tyrklandi í tillögunni sem kosið var um í dag. Verði hún samþykkt mun forseti landsins geta rofið þing, skipað ráðherra og dómara, auk þess sem hann gæti gefið út tilskipanir. Búist er við fyrstu tölum síðar í kvöld. Uppfært kl. 15:25.Samkvæmt heimildum NTV sjónvarpsstöðvarinnar benda fyrstu tölur til þess að tillagan um stjórnkerfisbreytingar verði samþykkt. Segir í frétt NTV, sem Reuters greinir frá, að 63,2 prósent kjósenda hafi sagt já, en 36,8 prósent séu tillögunni mótfallnir. Enn á þó eftir telja mun fleiri atkvæði, en talningu um fjórðungs atkvæða er lokið. Verði úrslit kosninganna með þessum hætti, er ljóst að stjórnkerfi landsins verður gjörbreytt, með meiri völdum forsetaembættisins, á kostnað þingsins. Uppfært kl. 16:35.Samkvæmt heimildum Reuters er talningu um 90 prósenta atkvæða nú lokið. Tæpur meirihluti þjóðarinnar, eða 52,8 prósent styður breytingar á stjórnkerfi landsins, en ljóst er að afar mjótt er á munum.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira