Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2017 10:20 Tayyip Erdogan ávarpar samkomu í Kastamonu í Tyrklandi, 22. mars 2017. Vísir/AFP Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. Stjórnarskrárbreytingarnar fela í sér að embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd þingsins verða minnkuð verulega og tekið verður upp eiginlegt forsetaræði. Embætti forseta mun hafa forræði á fjárlögum tyrkneska ríkisins og þar með ríkisútgjöldum. Þá mun forsetinn hafa vald til að tilnefna bæði dómara og saksóknara. Þannig verður dómsvaldið í landinu veikt verulega. Feneyjarnefndin, sem er ráðgefandi stofnun Evrópuráðsins í málefnum er varða stjórnskipun ríkja, hefur gagnrýnt tillögurnar og sagt þær mikið skref aftur á bak. Þannig muni ólíkir handhafar ríkisvaldsins ekki lengur hafa nauðsynlegt tilsjón og taumhald (e. checks and balances) með hvor öðrum eins og almennt tíðkast þegar þrígreining ríkisvaldsins er annars vegar. Leikurinn er ójafn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Áróður hefur dunið á almenningi úr öllum áttum um að segja já í atkvæðagreiðslunni í dag. Economist greinir frá því að af 168,5 klukkutíma umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðsluna á sautján sjónvarpsstöðvum í Tyrklandi í mars höfðu stuðningsmenn já og þar með stuðningsmenn Erdogan fengið 90 prósent af útsendingartímanum. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram aðeins tæpu ári eftir misheppnaða valdaránstilraun í landinu. Um það bil 50 þúsund manns sitja nú fangelsi í Tyrklandi á grundvelli upploginna saka, bendlaðir við valdaránið með beinum eða óbeinum hætti. Þá hafa 100 þúsund manns misst vinnuna og þar með lífsviðurværið af sömu ástæðu. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. Stjórnarskrárbreytingarnar fela í sér að embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd þingsins verða minnkuð verulega og tekið verður upp eiginlegt forsetaræði. Embætti forseta mun hafa forræði á fjárlögum tyrkneska ríkisins og þar með ríkisútgjöldum. Þá mun forsetinn hafa vald til að tilnefna bæði dómara og saksóknara. Þannig verður dómsvaldið í landinu veikt verulega. Feneyjarnefndin, sem er ráðgefandi stofnun Evrópuráðsins í málefnum er varða stjórnskipun ríkja, hefur gagnrýnt tillögurnar og sagt þær mikið skref aftur á bak. Þannig muni ólíkir handhafar ríkisvaldsins ekki lengur hafa nauðsynlegt tilsjón og taumhald (e. checks and balances) með hvor öðrum eins og almennt tíðkast þegar þrígreining ríkisvaldsins er annars vegar. Leikurinn er ójafn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Áróður hefur dunið á almenningi úr öllum áttum um að segja já í atkvæðagreiðslunni í dag. Economist greinir frá því að af 168,5 klukkutíma umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðsluna á sautján sjónvarpsstöðvum í Tyrklandi í mars höfðu stuðningsmenn já og þar með stuðningsmenn Erdogan fengið 90 prósent af útsendingartímanum. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram aðeins tæpu ári eftir misheppnaða valdaránstilraun í landinu. Um það bil 50 þúsund manns sitja nú fangelsi í Tyrklandi á grundvelli upploginna saka, bendlaðir við valdaránið með beinum eða óbeinum hætti. Þá hafa 100 þúsund manns misst vinnuna og þar með lífsviðurværið af sömu ástæðu.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira