Erlent

Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hér er ein af eldflaugum Norður-Kóreu, sem var sýnd á hersýningu þeirra nú á dögunum.
Hér er ein af eldflaugum Norður-Kóreu, sem var sýnd á hersýningu þeirra nú á dögunum. Vísir/EPA
Suður-Kóresk hermálayfirvöld segja að Norður-Kóreumenn hafi í dag reynt að sprengja flugskeyti  í austurhluta landsins, án árangurs, í tilraunaskyni. BBC greinir frá.

Gífurleg spenna ríkir um þessar mundir á Kóreuskaga, þar sem hótanir hafa gengið á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þannig hafa Norður-Kóreumenn sagst vera við öllu búnir, reyni Bandaríkjamenn nokkuð.

Norður-Kóreumenn hafa áður sprengt kjarnasprengjur, eða alls fimm sinnum, í tilraunaskyni. Samkvæmt hermálayfirvöldum Suður-Kóreu var ætlunin nú að gera slíkt hið sama, en tilraunin á að hafa misheppnast og er nú málið rannsakað.

Norður-Kóresk yfirvöld héldu í dag hersýningu, til að sýna mátt sinn og megin, og til þess að storka Bandaríkjamönnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur áður sagt að Bandaríkin muni sjá um Norður-Kóreu, „með eða án aðstoðar Kínverja.“

Ekki var vitað hvernig sprengju var um að ræða í fyrstu.  Bandaríkjaher segist nú telja að þetta hafi verið langdræg eldflaug.  

Uppfært klukkan 09.00

Fréttin hefur verið leiðrétt og uppfærð en fyrir mistök var sagt að gerð hafi verið tilraun til þess að sprengja kjarnorkusprengju. Beðist er velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir

Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga

Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×