Kosið um stjórnskipan Tyrklands: Kannanir sýna að tæpur meirihluti vill auka völd Erdogan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2017 23:30 Erdogan vill að forsetaembættið í Tyrklandi fái meiri völd, á kostnað þingsins. Vísir/EPA Síðasti dagur kosningabaráttu var í dag í Tyrklandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan landsins verður haldin á morgun. Kosið verður um það hvort auka eigi völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins þar í landi. Skoðanakannanir sýna að tæpur meirihluti Tyrkja styður tillöguna, en afar mjótt er á munum. Forsetinn, Recep Tayyip Erdogan, hefur beitt sér fyrir því að embætti hans fái frekari völd, allt frá því að hluti yfirstjórnar hersins reyndi að fremja valdarán í júlí síðastliðnum eins og alkunna var. Verði tillaga forsetans samþykkt, er ljóst að hann mun geta setið á valdastóli allt til ársins 2029 en með breytingunum myndi forsetinn getað skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu, í stað forsætisráðherrans, líkt og það er nú í Tyrklandi. Ljóst er að Tyrkir eru klofnir í afstöðu sinni til málsins, en skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún auðveldi ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins og færi stjórnkerfi þess nær stjórnkerfum líkt og þekkjast í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir segja breytingarnar mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem Kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Þeir sem eru tillögunni andsnúnir óttast hins vegar að breytingarnar muni færa Erdogan allt of mikil völd í hendurnar. Þeir hafa bent á að samkvæmt tillögunni verði ekki til staðar þær hindranir í stjórnkerfinu, sem geti haft hemil á forsetanum, líkt og þekkist í Frakklandi og Bandaríkjunum, með þrískiptingu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi hefur sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins „í eins manns stjórnkerfi.“ Kjörstaðir í Tyrklandi munu opna 07:00 í fyrramálið, á tyrkneskum tíma og munu kjörstaðir loka klukkan 18:00 en talið er að fyrstu tölur muni berast seint annað kvöld. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttu var í dag í Tyrklandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan landsins verður haldin á morgun. Kosið verður um það hvort auka eigi völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins þar í landi. Skoðanakannanir sýna að tæpur meirihluti Tyrkja styður tillöguna, en afar mjótt er á munum. Forsetinn, Recep Tayyip Erdogan, hefur beitt sér fyrir því að embætti hans fái frekari völd, allt frá því að hluti yfirstjórnar hersins reyndi að fremja valdarán í júlí síðastliðnum eins og alkunna var. Verði tillaga forsetans samþykkt, er ljóst að hann mun geta setið á valdastóli allt til ársins 2029 en með breytingunum myndi forsetinn getað skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu, í stað forsætisráðherrans, líkt og það er nú í Tyrklandi. Ljóst er að Tyrkir eru klofnir í afstöðu sinni til málsins, en skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún auðveldi ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins og færi stjórnkerfi þess nær stjórnkerfum líkt og þekkjast í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir segja breytingarnar mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem Kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Þeir sem eru tillögunni andsnúnir óttast hins vegar að breytingarnar muni færa Erdogan allt of mikil völd í hendurnar. Þeir hafa bent á að samkvæmt tillögunni verði ekki til staðar þær hindranir í stjórnkerfinu, sem geti haft hemil á forsetanum, líkt og þekkist í Frakklandi og Bandaríkjunum, með þrískiptingu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi hefur sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins „í eins manns stjórnkerfi.“ Kjörstaðir í Tyrklandi munu opna 07:00 í fyrramálið, á tyrkneskum tíma og munu kjörstaðir loka klukkan 18:00 en talið er að fyrstu tölur muni berast seint annað kvöld.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent