Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. apríl 2017 12:14 Seabed Constructor í Reykjavíkurhöfn á mánudag meðan skipstjóri og tveir áhafnarmeðlimir voru í skýrslutöku hjá lögreglu. Leiga skipsins er talin vera um eða yfir 10 milljónir króna á dag. Vísir/Eyþór Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. Leitar- og rannsóknarskipinu Seabed Constructor var beint til hafnar sunnudagsmorguninn 9. apríl og voru skipstjóri og tveir áhafnarmeðlimir í kjölfarið yfirheyrðir af lögreglu vegna gruns um að skipið hafi ekki haft heimild til þess að athafna sig innan íslensku efnahagslögsögunnar. Mönnunum var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð í Seabed Constructor og fylgdu skipinu aftur út í lögsöguna. Það var tilviljun að starfsmenn Landhelgisgæslunnar urðu varir við skipið í sérstöku ratsjárkerfi en skipið hafði ekki tilkynnt komu sína inn í efnahagslögsöguna. Þá hafði skipið heldur ekki upplýst í hvaða tilgangi það væri hér en svo virðist sem skipstjóri og áhafnarmeðlimir Seabed Constructor hafi talið að því bæri engin skylda til tilkynningar um för sína. Tilgangur ferðarinnar var rannsókn á flaki þýska skipsins Minden sem var sökkt af áhafnarmeðlimum árið 1939. Minden er 4.300 tonna flutningaskip sem var smíðað 1921. Flakið liggur á hafsbotni á tvö þúsund metra dýpi 120 sjómílur eða 240 kílómetra suðaustur af Kötlutanga. Þegar skipstjóri leitarskipsins Seabed Constructor fékk tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um að skipinu bæri að snúa umsvifalaust til hafnar á sunnudag voru áhafnarmeðlimir þegar byrjaðir að athafna sig nálægt flaki Minden á hafsbotni og voru búnir að skera í flakið með sérstökum búnaði. Frá þessu var fyrst greint á Mbl.is Að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu var skipstjóra og tveimur áhafnarmeðlimum sleppt en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð. Eftir að Seabed Constructor kom aftur að flakinu var búnaður sem var notaður á hafsbotni sóttur og á skírdag kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sótti starfsmenn gæslunnar sem höfðu fylgt skipinu í tvo sólarhringa. Eftir því sem næst verður komist var Seabed Constructor að leita að gulli og silfri sem talið er leynast í flaki Minden.Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði LandhelgisgæslunnarHvers vegna fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð? „Þeir fóru með til að tryggja að fyrirmælum Landhelgisgæslunnar væri fylgt og það væri ekkert átt frekar við flakið heldur en heimildir skipsins leyfðu,“ segir Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar. Auðunn segir að Seabed Constructor hafi siglt til Englands að lokinni veru sinni hér og starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi verið sóttir af þeirri ástæðu. Verkefni þeirra um borð hafi verið lokið.Var enginn farmur eða voru engin verðmæti sótt úr flakinu? „Nei, ekki á meðan við vorum um borð. Núna geri ég ráð fyrir að ef þeir hafa áhuga á að fara aftur að flakinu að þeir sæki leyfi til íslenskra yfirvalda og það er ómögulegt að segja hvenær þeir gera það. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun meta það svo að það sé leyfisskyld framkvæmd að rífa flakið og fara inn í það með tilliti til umhverfissjónarmiða. Í raun og veru vita menn ekkert í dag hvort það séu mengandi efni um borð í flakinu og hvaða efni. Það þarf að skera úr um það í leyfisferlinu,“ segir Auðunn Kristinsson. Upp kom lögfræðileg óvissa um hvort Seabed Constructor gæti athafnað sig innan efnahagslögsögunnar án sérstaks leyfis samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Utanríkisráðuneytið taldi að skipið væri í fullum rétti en Umhverfisstofnun taldi að þörf væri á sérstakri heimild í ljósi þeirrar áhættu sem fylgdi leiðangrinum fyrir umhverfið. Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Kom sér illa að hafa ekki SIF Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu. 12. apríl 2017 07:00 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30 Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar. 11. apríl 2017 07:00 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. Leitar- og rannsóknarskipinu Seabed Constructor var beint til hafnar sunnudagsmorguninn 9. apríl og voru skipstjóri og tveir áhafnarmeðlimir í kjölfarið yfirheyrðir af lögreglu vegna gruns um að skipið hafi ekki haft heimild til þess að athafna sig innan íslensku efnahagslögsögunnar. Mönnunum var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð í Seabed Constructor og fylgdu skipinu aftur út í lögsöguna. Það var tilviljun að starfsmenn Landhelgisgæslunnar urðu varir við skipið í sérstöku ratsjárkerfi en skipið hafði ekki tilkynnt komu sína inn í efnahagslögsöguna. Þá hafði skipið heldur ekki upplýst í hvaða tilgangi það væri hér en svo virðist sem skipstjóri og áhafnarmeðlimir Seabed Constructor hafi talið að því bæri engin skylda til tilkynningar um för sína. Tilgangur ferðarinnar var rannsókn á flaki þýska skipsins Minden sem var sökkt af áhafnarmeðlimum árið 1939. Minden er 4.300 tonna flutningaskip sem var smíðað 1921. Flakið liggur á hafsbotni á tvö þúsund metra dýpi 120 sjómílur eða 240 kílómetra suðaustur af Kötlutanga. Þegar skipstjóri leitarskipsins Seabed Constructor fékk tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um að skipinu bæri að snúa umsvifalaust til hafnar á sunnudag voru áhafnarmeðlimir þegar byrjaðir að athafna sig nálægt flaki Minden á hafsbotni og voru búnir að skera í flakið með sérstökum búnaði. Frá þessu var fyrst greint á Mbl.is Að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu var skipstjóra og tveimur áhafnarmeðlimum sleppt en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð. Eftir að Seabed Constructor kom aftur að flakinu var búnaður sem var notaður á hafsbotni sóttur og á skírdag kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sótti starfsmenn gæslunnar sem höfðu fylgt skipinu í tvo sólarhringa. Eftir því sem næst verður komist var Seabed Constructor að leita að gulli og silfri sem talið er leynast í flaki Minden.Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði LandhelgisgæslunnarHvers vegna fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð? „Þeir fóru með til að tryggja að fyrirmælum Landhelgisgæslunnar væri fylgt og það væri ekkert átt frekar við flakið heldur en heimildir skipsins leyfðu,“ segir Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar. Auðunn segir að Seabed Constructor hafi siglt til Englands að lokinni veru sinni hér og starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi verið sóttir af þeirri ástæðu. Verkefni þeirra um borð hafi verið lokið.Var enginn farmur eða voru engin verðmæti sótt úr flakinu? „Nei, ekki á meðan við vorum um borð. Núna geri ég ráð fyrir að ef þeir hafa áhuga á að fara aftur að flakinu að þeir sæki leyfi til íslenskra yfirvalda og það er ómögulegt að segja hvenær þeir gera það. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun meta það svo að það sé leyfisskyld framkvæmd að rífa flakið og fara inn í það með tilliti til umhverfissjónarmiða. Í raun og veru vita menn ekkert í dag hvort það séu mengandi efni um borð í flakinu og hvaða efni. Það þarf að skera úr um það í leyfisferlinu,“ segir Auðunn Kristinsson. Upp kom lögfræðileg óvissa um hvort Seabed Constructor gæti athafnað sig innan efnahagslögsögunnar án sérstaks leyfis samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Utanríkisráðuneytið taldi að skipið væri í fullum rétti en Umhverfisstofnun taldi að þörf væri á sérstakri heimild í ljósi þeirrar áhættu sem fylgdi leiðangrinum fyrir umhverfið.
Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Kom sér illa að hafa ekki SIF Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu. 12. apríl 2017 07:00 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30 Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar. 11. apríl 2017 07:00 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32
Kom sér illa að hafa ekki SIF Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu. 12. apríl 2017 07:00
Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41
Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar. 11. apríl 2017 07:00
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46