Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 09:20 Sá sem stakk manninn flúði af vettvangi en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vísir Þrír eru í haldi lögreglunnar á Akureyri vegna hnífstungu í Kjarnaskógi í gær. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að maður hafi verið stunginn í lærið í Kjarnaskógi eftir deilur sem komu upp milli tveggja manna á staðnum. Sá sem stakk manninn flúði af vettvangi en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Lögreglan á Akureyri segir í samtali við Vísi að þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang til að hlúa að þeim sem varð fyrir árásinni hafi ástand hans ekki litið vel út, en er ekki lengur í lífshættu.Morgunblaðið segir vitni hafa komið lögreglunni á slóð árásarmannsins og var hans því leitað við Hrísalund. Skömmu eftir að hans var leitað í Hrísalundi fannst maðurinn í bíl sem var stöðvaður skammt frá. Lögreglan á Akureyri segir í samtali við Vísi að þrír hafi verið handteknir vegna málsins og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Þeir bíða þess að verða yfirheyrðir en einn af þessum þremur er grunaður um árásina. Hinir tveir eru taldir tengjast henni og þá eru þeir einnig grunaðir um fíkniefnabrot.Uppfært klukkan 09:50: Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebook-síðu sinni að árásin hafi átt sér stað klukkan tvö í gær og að maðurinn hafi verið stunginn tvisvar í lærið. Sá sem grunaður er um árásina flúði vettvang en hann fannst í bíl um kvöldmatarleytið í gær. Í bílnum fannst einnig barefli og exi. Skömmu síðar var par handtekið grunað um aðild að málinu og fannst nokkuð magn af fíkniefnum í fórum þeirra. Alls voru 5 handteknir í tengslum við það fíkniefnamál. Parið og árásaraðilinn í hnífstungumálinu voru vistuð í fangageymslu en þremur aðilum var sleppt að loknum yfirheyrslum vegna fíkniefnamálsins. Hnífsstunga í Kjarnaskógi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Þrír eru í haldi lögreglunnar á Akureyri vegna hnífstungu í Kjarnaskógi í gær. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að maður hafi verið stunginn í lærið í Kjarnaskógi eftir deilur sem komu upp milli tveggja manna á staðnum. Sá sem stakk manninn flúði af vettvangi en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Lögreglan á Akureyri segir í samtali við Vísi að þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang til að hlúa að þeim sem varð fyrir árásinni hafi ástand hans ekki litið vel út, en er ekki lengur í lífshættu.Morgunblaðið segir vitni hafa komið lögreglunni á slóð árásarmannsins og var hans því leitað við Hrísalund. Skömmu eftir að hans var leitað í Hrísalundi fannst maðurinn í bíl sem var stöðvaður skammt frá. Lögreglan á Akureyri segir í samtali við Vísi að þrír hafi verið handteknir vegna málsins og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Þeir bíða þess að verða yfirheyrðir en einn af þessum þremur er grunaður um árásina. Hinir tveir eru taldir tengjast henni og þá eru þeir einnig grunaðir um fíkniefnabrot.Uppfært klukkan 09:50: Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebook-síðu sinni að árásin hafi átt sér stað klukkan tvö í gær og að maðurinn hafi verið stunginn tvisvar í lærið. Sá sem grunaður er um árásina flúði vettvang en hann fannst í bíl um kvöldmatarleytið í gær. Í bílnum fannst einnig barefli og exi. Skömmu síðar var par handtekið grunað um aðild að málinu og fannst nokkuð magn af fíkniefnum í fórum þeirra. Alls voru 5 handteknir í tengslum við það fíkniefnamál. Parið og árásaraðilinn í hnífstungumálinu voru vistuð í fangageymslu en þremur aðilum var sleppt að loknum yfirheyrslum vegna fíkniefnamálsins.
Hnífsstunga í Kjarnaskógi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira